Heiðinn siður á Íslandi – Ólafur Briem

Heiðinn siður á ÍslandiÓlafur Briem (1909-1994) fyrrum menntaskólakennari á Laugarvatni var bæði vandvirkur fræðimaður og listrænn rithöfundur. Kunnasta rit hans mun HEIÐINN SIÐUR Á ÍSLANDI sem kom upprunalega út árið 1945 en þessi rafbók byggir á nýrri útgáfu endurskoðaðri og aukinni sem kom út árið 1985. Bókin greinir frá átrúnaði forfeðra okkar í árdögum Íslandsbyggðar og hefur talist öndvegisrit um íslensk fræði í fjóra áratugi en lengi verið ófáanleg á almennum markaði. Má þess vegna ætla að lærðir og leikir fagni því að HEIÐINN SIÐUR Á ÍSLANDI skuli gefinn út aftur. Þó nokkuð sé um liðið frá útgáfu hennar er hún enn traust heimild. Bókin skilgreinir heiðinn sið, trú og guði fornmanna og áhrif heiðninnar á menningu okkar og þjóðhætti en meginkaflar hennar bera þessar fyrirsagnir: Goð, Landvættir, Dauðir menn, Hof og blót og Örlög heiðninnar. HEIÐINN SIÐUR Á ÍSLANDI er einstakt rit á sviði íslenskra fræða og merkilegt framlag til sögu og mennta.

Epub / Kindle

Norræn goðafræði – Ólafur Briem

Norræn goðafræðiÓlafur Briem (1909-1994) fyrrum menntaskólakennari á Laugarvatni var bæði vandvirkur fræðimaður og listrænn rithöfundur. Bókin NORRÆN GOÐAFRÆÐI var endurprentuð sex sinnum frá því að hún kom fyrst út árið 1940 – síðast árið 1991. Nú hefur bókin er bókin loks fáanleg á rafbókaformi.

NORRÆN GOÐAFRÆÐI er inngangsrit og hentar vel til kennslu. Í henni er fjallað um goðin og aðrar yfirnáttúrulegar verur í trú norrænna manna. Einng er fjallað um einstakar goðsögur og heimsmynd norrænna manna.

Epub / Kindle