Námsskeið: Búðu til frjálsar rafbækur

Rafbókavefurinn býr til og dreifir gjaldfrjálst rafbókum á íslensku. Þetta eru bækur sem eru komnar úr höfundarétti og bækur sem dreift er með leyfi höfundarétthafa. Nú þegar eru 125 rafbækur aðgengilegar á vefnum.

Rafbókavefurinn vinnur bæði með léttefni og hámenningu. Af hámenningu má nefna Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Hómerskviður, Þúsund og eina nótt og Heiðnu-Biblíuna.

Til að breyta prentaðri bók í rafbók þarf fyrst að mynda hana með sérstökum bókaskanna. Næst breytir forrit myndunum í texta með svokölluðum ljóslestri. Að lokum hjálpa sjálfboðaliðar við að lagfæra villur sem verða alltaf þegar mynd er breytt í texta (sérstaklega þegar um er að ræða sér-íslenska stafi).

Sjálfboðaliðar skrá sig í sérstakt vefkerfi þar sem þeir fá annars vegar mynd af blaðsíðu og hins vegar ljóslesinn texta sem þeir geta leiðrétta til samræmis við frumtextann.

Nú býður Rafbókavefurinn í samvinnu við Landsbókasafnið upp á námskeið þar sem væntanlegum sjálfboðaliðum verður kennt á vefkerfið.

Námskeiðin verða þrjú og eru haldin á Þjóðarbókhlöðunni. Hægt er að skrá sig á námskeiðin á Facebook.

Þriðjudagurinn 18. febrúar kl. 20:00

Þriðjudagurinn 25. febrúar kl. 20:00

Þriðjudagurinn 4. mars kl. 20:00