Ólafur Briem – efni með leyfi höfundarétthafa

Heiðinn siður á ÍslandiFrá því að prófarkalestursverkefni Rafbókavefsins hófst hefur það verið markmið okkar að bjóða upp á yfirlestur á bókum sem eru enn í höfundarétti með leyfi að dreifa textanum frjálst á netinu.

Í kvöld hefst yfirlestur á fyrsta textanum af þessu tagi en það er bókin Heiðinn siður á Íslandi eftir Ólaf Briem (endurskoðuð útgáfa 1985). Það er dætur Jóhanns Briem listmálara, sem var bróðir Ólafs, þær Katrín, Ólöf og Brynhildur sem veita leyfi fyrir verkinu. Í kjölfarið mun einnig fara í yfirlestur bókin Norræn goðafræði eftir Ólaf.

Þó efni bókanna sé tengt þá eru þær um margt ólíkar. Sú fyrrnefnda er fræðilegri í umfjöllun sinni en sú síðarnefnda er inngangsrit sem hefur verið mikið notað í kennslu í framhaldsskólum landsins frá því hún kom fyrst út árið 1940 (síðasta útgáfa var 1990).

Bækurnar hafa ekki verið endurútgefnar frá því að Ólafur lést og því má búast við að marga hlakki til að komast í þær og við hvetjum það fólk að skrá sig á Prófarkalestursvefinn.

Þetta er fyrsta höfundavarðabókin sem við lesum yfir en vonandi ekki sú síðasta. Þeir sem eiga réttinn á bókum, hvort sem það sé sínum eigin eða ættingja sinna, og vilja koma þeim í yfirlestur er hvatir til að hafa samband. Við getum að sjálfsögðu engu ráðið um hraða yfirlesturs enda fer það eftir virkni og áhuga sjálfboðaliða okkar.