ÖRK NÓA. Smásaga eftir MARK TWAIN, úr sagnaflokknum „Um allar tegundir skipa.“ FRAMFÖRIN í skipasmíði er mjög eftirtektaverð frá því á dögum Nóa. Sama má segja að vægð skipalaganna á dögum Nóa, koma alveg í undraverða mótsögn við hörku skipalaganna, eins og þau tíðkast nú. Það hefði verið alveg ómögulegt fyrir Nóa að gjöra það nú, á vorum tímum, það sem honum leiðst að gjöra þá. Reynslan er marg búin að kenna oss þá nauðsyn, að fara gætilega, vera vandlátir hversu farið sé með líf og heilsu manna. Þeir hefði ekki leyft Nóa að sigla frá Brimum nú á dögum á Örkinni. Gæzlumenuirnir hefði komið og yfirlitið alla Örkina og fundið henni alt til foráttu. Sá maður, er kunnugur er á Þýzkalandi, á ekki ervitt með að hugsa sér þann atburð og samtalið alt til enda, án þess að tapa þar úr einu orði. Gæzlumaðurinn, í skrautlegum hermanna búningi, færi um borð í Örkinni, hann er kurteis, tígulegur, vingjarnlegur maður, sannarlegt prúðmenni, en óvíkjanlegur, eins og Pólstjarnan, að gefa nokkuð eftir af því sem lögin fyrirskipa. Hann myndi byrja á því að láta Nóa segja til hvar hann væri fæddur, hve gamall hann væri, hvaða trúflokki hann teldist, hve miklar tekjur hann hefði á ári, til hvaða stöðu og stéttar hann teldi sig í mannfélaginu, hvaða atvinnugrein hann ræki, hve margar konur hann ætti og börn, hvað margt þjónustufólk, og nafn, aldur og kynferði hvers um sig. Ef hann ekki hefði siglingarleyfið myndi hinn biðja hann, allra vinsamlegast, að fá það, og það tafarlaust. Að því búnu myndi talið hneigjast að örkinni. ‚Hvað er hún löng?‘ – „Sex hundruð fet.“ ‚Hvað djúp?‘ – „Sextíu og fimm“ ‚Hvað breið?‘ – „Fimmtíu til sextíu.“ ‚Af hverju gjörð‘ – „Tré.“ ‚Hvaða tegund?‘ – „Shittin og Gopher við.“ ‚Hvernig skreytt, innan og utan?‘ – „Bikuð bæði utan og innan.“ ‚Farþegar?‘ – „Átta“ ‚Kynferði þeirra?‘ – „Helmingur karlmenn, hitt konur.“ ‚Aldur?‘ – „Yngst hundrað ára og þar yfir.“ ‚Yfir til?‘ – „Sex hundruð ára.“ ‚Og ætlar til Chicago? Ágætt sannarlega! En skipslæknirinn heitir?‘ – „Vér höfum engan skipslækni.“ ‚Verðið að hafa skipslæknir, og mann sem sér um greftranir, – umfram alt mann sem sér um greftranir. Það má ekki fara svo með þetta fólk að það hafi ekki allar þær lífsnauðsynjar er aldur þess útheimtir. En skipsmenn, hverjir eru skipsmenn?‘ – „Þessir sömu átta.“ ‚Þessir sömu átta?‘ – „Þessir sömu átta.“ ‚Og helmingur þeirra er konur?‘ – „Já.“ ‚Hafa þær nokkurntíma áður verið sjómenn?‘ – „Aldrei.“ ‚En þessir menn.‘ – „Aldrei.“ ‚Hvar hafið þér alist upp?‘ – „Öll fædd og uppalin á búgarði.“ ‚Nokkurt yðar nokkru sinni komið á sjó?‘ – „Aldrei.“ ‚Á skipi þessu ætti að vera minst átta hundruð skipsmenn, með því að það er ekki gufuskip. Og þér verðið að fá þá. Og níu við matreiðslu og fjóra til snúninga. Hver ræður skipi?‘ –„Eg.“ ‚Þér verðið að útvega yður skipstjóra, einnig herbergisþernu, ennfremur sjúkraþernur handa þessu gamla fólki. En hver sagði fyrir um smíði skipsins?‘ – „Eg gjörði það.“ ‚Er það yðar fyrsta smíði?‘ – „Já.“ ‚Mig hálfvegis grunaði það. Hvaða farm flytur það?‘ – „Dýr.“ ‚Dýr? Og hvaða tegundir?‘ – „Allar tegundir.“ ‚Vilt eða tamin?‘ – „Næstum öll alveg ótamin.“ ‚Útlend eða innlend? – „Næstum öll útlend.“ ‚Hver eru helzt þeirra viltu?‘ – „Megaþeríar, fílar, nashyrningar, ljón, tigrís, úlfar, höggormar, eiturormar og nöðrukyn, – allar tegundir lofts, lagar og lands, – tvö af hverri tegund.“ ‚Í sterkum grindum?‘ – „Nei, í engum grindum.“ ‚En þau verða að vera í járngrindum. Hverjir hirða um og brynna þessum dýrum?‘ – „Vér.“ ‚Þetta gamla fólk?‘ – „Já.“ ‚Það er háskalegt – fyrir hvortveggja. Æfðir og traustir menn verða að hirða um skepnurnar. Hvað eru dýrin mörg?‘ – „Þau stóru sjö þúsund, stór og smá til samans um níutíu og átta þúsund.“ ‚Þér verðið að fá í það minsta tólf hundruð manns til að gæta skepnanna. En hvernig er skipið lýst?‘ – „Með tveim gluggum.“ ‚Hvar eru þeir?‘ – „Uppi undir þekjunni.“ ‚Einir tveir gluggar á þessum dalli, sex hundruð feta löngum og sextíu feta djúpum. Þér verðið að fá yður rafmagnsljós, nokkur þau stærri og fimtán hundruð smærri. En hvaða ráðstöfun gjörið þér fyrir leka? Hvað margar dælur eru á skipinu?‘ „Engin.“ ‚Þér verðið að hafa dælur á skipinu, – en hvernig náið þér í vatn handa farþegjunum og skepnunum?‘ – „Sökkvum í fötur út um gluggana.“ ‘Það er ónóg. Hvaða hreyfikraft notarðu?‘ „Hvaða hreyfi- hvað? Eg skil það ekki.“ ‚Hreyfiafl. – Hvernig ferðu að hreyfa skipið, – hvaða hreyfiafl notarðu?‘ – „Ekkert, alls ekkert.“ ‚Þér verðið annaðhvort að hafa segl eða gufu. En meðal annars, hvernig er stýrisáhaldið á þessu skipi?‘ – „Það er ekkert. ‚Ekkert stýri?‘ – „Ekkert.“ ‚Hvernig stýrið þér skipinu?‘ – „Stýrum því ekki.“ ‚Þér verðið að hafa stýri, og það vandað og vel umbúið. En hvað hefur skipið mörg akkeri?‘ – „Engin.“ ‚Þér verðið að hafa sex, það leyfist engum að sigla skipi héðan án slíkra tækja. Hvað eru björgunar bátarnir margir?‘ – „Engir.“ ‚Tuttugu og fimm í það minnsta. Hvað hafið þér mörg björgunarbelti?‘ – „Engin.“ ‚Þér gjörið svo vel og útvegið tvö þúsund. En hvað lengi búist þér við að verða í þessari sjóferð?. – „Ellefu eða tólf mánuði.“ ‚Ellefu eða tólf mánuði, – heldur hægfara, en svo ættuð þér að komast á Sýninguna í tíma. En með hverju er skipið varið, Kopar?‘ – „Kjölurinn er óvarinn, ekki klæddur með neinu.“ ‚Minn góði maður, öll þessi sjáfar kvikindi, sem bora sig gegnum alt, eta á það gat við gat, svo skipið verður sokkið til botns innan þriggja mánuða. Þér verðið að láta járnklæða það, í þessu lagi farið þér ekki á stað með það. En eitt orð til: hafið þér nokkuð hugsað út í það að Chicago borg stendur inni í miðri heimsálfu, og verður ekki komist þangað á skipi neitt svipuðu þessu. –‘ „Shecargo? Hvað er Shecargo? Ég ætla ekki til Shecargo!“ ‚Einmitt það! En má eg þá spyrja, til hvers ætlið þér þá öll dýrin?‘ – „Til að geta af sér önnur.“ ‚Önnur? Og er það mögulegt að yður finnist þér ekki hafa nógu mörg?‘ – „Sem stendur, ojú, en svo verður öllum hinum drekkt í flóði, og þá eiga þessi að bæta það upp.“ ‚Í flóði?‘ – „Já.“ ‚Eruð þér svo alveg vissir um það?‘ – „Alveg áreiðanlega viss. Það á að rigna í fjörutíu daga og fjörutíu nætur.‘‘ ‚Hafið á yður engan eril út af því, kunningi, það kemur nú oft fyrir hér.‘ „Ekki þess konar rigning, því vatnið á að ganga yfir fjallatoppana og jörðin öll að sökkva í kaf.‘‘ ‚Heimulega,– en ekki sem embættismaður auðvitað, – þykir mér fyrir að vera að segja yður að eg verð að taka aftur skilmála þá er eg setti, að þér mættuð nota annaðhvort segl eða gufu, því eg hlýt að heimta að þér notið aðeins gufu. Skip yðar ber ekki hundraðasta hluta alls þess vatns er þér þurfið fyrir dýrin, þér verðið því að hafa vatnsþykkni til fararinnar. ‚,En eg hefi sagt yður að eg ætlaði að ausa upp vatni að utan frá með fötum.‘‘ ‚En það hjálpar ekki. Áður en flóðið nær efstu fjöllum hefir vatnið alt samlagast sjónum og alt orðið salt eins og sjór. Þér verðið því að útbúa skip yðar með gufuvélum, og sjóða niður nóg vatn til ferðarinnar. En nú hlýt eg að fara og bjóða yður ,góðan dag.‘ En skildi eg það rétt að þetta væri yðar fyrsta smíð á skipum?‘ „Mitt allra fyrsta, og eg segi yður rétt eins og er, eg smíðaði þessa Örk, án þess að hafa hina minstu æfingu eða reynslu fyrir mér, eða njóta hinnar minnstu tilsagnar, hversu skip ætti að vera smíðuð.“ ‚Sannarlegt furðusmíð, eg verð að játa það furðusmíð, og álít eg að í mörgum greinum beri það fleiri fáheyrð auðkenni – algjörlega ný, er engum hefir til hugar komið, – en nokkurt annað skip, er siglir um sjóinn.‘ „Lofsyrði yðar, kæri herra, eru mér ómetanlegt hrós, og minninguna um þau mun eg geyma eins lengi og lífið varir. Eg bið yður, meðtakið mitt auðmjúkasta þakklæti fyrir alla þá velvild. Farið í friði!“ Nei, þýzki eftirlitsmaðurinn myndi sýna sig alveg takmarkalaust mjúkan og blíðan við Nóa og láta hann finna til þess að hann væri í vina höndum, en honum kæmi ekki í hug, að leyfa honum að leggja í haf á Örkinni.