Sturlunga saga

Sturlunga saga eða Sturlunga er íslenskt fornrit sem greinir frá valdabaráttu höfðingjaætta, sókn konungsvalds og kirkju og endalokum þjóðveldis. Sturlunga dregur nafn sitt af ætt Sturlunga, en svo voru afkomendur Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum nefndir. Hún er mikilvæg heimild um sögulega viðburði á Íslandi og veitir innsýn í hugmyndaheim og lífsskoðun Íslendinga á 13. öld. Hún er rituð af ýmsum höfundum en þekktastur er Sturla Þórðarson (1214 – 1284) og er hann talinn hafa lagt mest af mörkum til ritsins.#

Þessi rafbók er að að mestu byggð á texta úr Fornritasafnsgrunni Stofnunnar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem deilt er með leyfinu CC BY 3.0. Tímalína fengið af vefnum Heimskringlu en er upprunalegu úr útgáfu Guðna Jónssonar.

HTML Kindle Epub