Kindle bók búin til í Calibre

Til að bæta nýrri bók í Calibre er annað hvort hægt að draga skjalið í glugga forritsins eða farið í Add books efst í vinstra horninu.

Til að breyta skjalinu er það valið og smellt á hægri músarhnapp. Þá kemur upp valmynd þar sem fyrst er valið Convert books og síðan Convert Individually.

Þá kemur upp gluggi með ýmsum möguleikum til að breyta skjalinu. Til að gera skjal sem hægt er að opna í Kindle skal velja MOBI í fellilistanum og smella síðan á OK.

Til þess að finna nýja skjalið er bókin valin í listanum og þá ætti eftirfarandi að sjást hægra megin á skjánum. Ef smell er á Click to open þá opnast mappa sem inniheldur allar gerðir af bókinni.

Nú ættirðu að eiga rafbók sem hægt er að opna í flestum rafbókalesurum.