Neðanmálsgreinar í rafbókum

Neðanmálsgreinar eru í raun þversögn í tilfelli rafbóka. Þar sem engar síður eru í rafbókum þá er ekki hægt að hafa athugasemdir neðst á síðum. Þær fara því aftast í bókina eða kaflann (verða í raun eftirmálsgreinar). Ef skjalið er rétt unnið í ritvinnsluforriti eins og LibreOffice Writer (mæli með því í rafbókagerð) eða Microsoft Word þá verður tilvísunartalan í textanum tengill á eftirmálsgreinina. Þannig á lesandinn að geta smellt á töluna og lesið athugasemdina/tilvísunina.