Að breyta bókum

Þeir sem vilja nýta opið efni af Rafbókavefnum mega gera það að vild. Á vefnum má finna leiðbeiningar um forritið Sigil sem getur opnað og breytt öllum (ólæstum) rafbókum sem eru á Epub formi.

Þeir sem breyta rafbókum af Rafbókavefnum og vilja deila áfram eru hvattir til þess að skrá upplýsingar um þær breytingar á baktitilsíðu (þriðja „síða“ bókarinnar á eftir forsíðu og titilsíðu). Um leið þarf að fjarlægja ISBN tölu bókanna (og fá nýja tölu ef þörf er á) til þess að koma í veg fyrir rugling.

Rafbókavefurinn getur tekið að sér að dreifa þessum nýju rafbókum ef þess er óskað.

Rafbókavefurinn hvetur til þess að notaðir verði opnir höfundaréttarskilmálar á verkum sem eru unnin upp úr efni af vefnum.