Sturlunga saga

Sturlunga saga eða Sturlunga er íslenskt fornrit sem greinir frá valdabaráttu höfðingjaætta, sókn konungsvalds og kirkju og endalokum þjóðveldis. Sturlunga dregur nafn sitt af ætt Sturlunga, en svo voru afkomendur Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum nefndir. Hún er mikilvæg heimild um sögulega viðburði á Íslandi og veitir innsýn í hugmyndaheim og lífsskoðun Íslendinga á 13. öld. Hún er rituð af ýmsum höfundum en þekktastur er Sturla Þórðarson (1214 – 1284) og er hann talinn hafa lagt mest af mörkum til ritsins.#

Þessi rafbók er að að mestu byggð á texta úr Fornritasafnsgrunni Stofnunnar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem deilt er með leyfinu CC BY 3.0. Tímalína fengið af vefnum Heimskringlu en er upprunalegu úr útgáfu Guðna Jónssonar.

HTML Kindle Epub

Eddukvæði

Eddukvæði eru fornnorræn kvæði, sem skiptast í goðakvæði og hetjukvæði. Um aldur þeirra hefur verið deilt. Þau hafa oft verið talin ort á tímabilinu frá síðari hluta 9. aldar til um það bil 1100. Sumir telja þó kvæðin, í þeirri mynd sem þau hafa varðveist í, ekki vera miklu eldri en 13. aldar ritin þar sem þau er að finna. Menn eru ekki á einu máli um það hvar þau hafi verið ort og hefur verið haldið fram Íslandi, Noregi, Grænlandi og jafnvel Færeyjum og Vestureyjum. Þekktustu goðakvæðin eru Völuspá og Hávamál en hetjukvæðin eru ort um afrek hetja eins og Völsunga og Niflunga. Þessi rafbók er byggð á útgáfu Guðna Jónssonar og er textinn fenginn frá Heimskringlu. Formála bókarinnar er sleppt enda er hann ennþá í höfundavernd.

Kindle / Epub

Landnámabók

Landnámabók„Landnámabók eða Landnáma er elsta heimild um landnám Íslands. Hún hefur að geyma upptalningu landnámsmanna Íslands. Hún telur einnig upp ættir landnámsmanna, 3000 eiginnöfn og 1400 örnefni. Hún er upprunalega talin hafa verið rituð á fyrri hluta 12. aldar en það eintak er glatað. Til eru fimm endurskrifanir á henni“ – þar á meðal Sturlubók sem þessi útgáfa er byggð á.#

Epub / Kindle