Odysseifskviða – Hómer

Odysseifskviða (forngríska: Ὀδύσσεια, Odysseia) er annað tveggja sögukvæða sem eignað er forngríska skáldinu Hómer. Kvæðið er talið vera frá síðari hluta 8. aldar f.Kr. Það fjallar um heimför grísku hetjunnar Odysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.

Odysseifskviða er um 12 þúsund ljóðlínur og því styttri en Ilíonskviða sem er tæplega 15.700 línur. Venjulega er Odysseifskviða talin vera yngra verk en Ilíonskviða.#

EPUB / Kindle / HTML (í þjappaðri skrá með myndum) / Hrá textaskrá

Heiðna Biblían – Nýja testamentið

coverBiblíuþýðingin frá 1908 sem Haraldur Níelsson stýrði var mjög umdeild og fékk viðurnefnið „Heiðna Biblían“. Hér er komið Nýja testamentið. Hægt er að hjálpa til við að koma Gamla testamentinu á rafrænt form með því að taka þátt í dreifðum prófarkalestri Rafbókavefins.

EpubKindle (Html skjöl að neðan) Halda áfram að lesa

Opinberun Jóhannesar

1

Opinberun Jesú Krists, sem Guð gaf honum, til að sýna þjónum sí­num það sem verða á innan skamms. Og hann sendi engil sinn, og lét hann tákna það fyrir Jóhannesi, þjóni sí­num, 2 honum sem bar vitni um orð Guðs og um vitnisburð Jesú Krists, um alt það er hann sá. 3 Sæll er sá, er les, og þeir sem heyra orð spádómsins og varðveita það sem ritað er í honum, því að tíminn er í­ nánd. Halda áfram að lesa

Hið almenna bréf Júdasar

1

Júdas, þjónn Jesú Krists og bróðir Jakobs, til hinna kölluðu, sem eru elskaðir í Guði föður og varðveittir Jesú Kristi til handa: 2 miskunn og friður og kærleiki margfaldist yður til handa. 3 Þér elskaðir, þegar eg hafði allan huga á að rita yður um hið sameiginlega hjálpræði vort, þá var eg neyddur til að rita yður, til að áminna yður um að berjast af kappi fyrir þá trú, sem heilögum hefir einu sinni verið fengin í hendur. 4 Því að inn hafa læðst nokkurir menn, sem fyrir löngu voru fyrirfram innritaðir til þessa dóms, óguðlegir menn, sem vanbrúka náð Guðs vors til ólifnaðar, og afneita vorum einasta lávarði og drotni, Jesú Kristi. Halda áfram að lesa

Þriðja bréf Jóhannesar

1

Öldungurinn til hins elskaða Gajusar, sem eg elska í sannleika. 2 Þú hinn elskaði, eg bið þess, að þér vegni vel í öllum hlutum og að þú sért heill heilsu, eins og sálu þinni vegnar vel. 3 Því að eg varð harla glaður, þegar bræður komu og vitnuðu um sannleika þinn, eins og þú framgengur í sannleika. 4 Eg hefi enga meiri gleði en þá, að heyra að börnin mín framgangi í sannleikanum. Halda áfram að lesa

Fyrsta bréf Jóhannesar, hið almenna

1

Það sem var frá upphafi, það sem vér höfum heyrt, það sem vér höfum séð með augum vorum, það sem vér horfðum á og hendur vorar þreifuðu á, um orð lífsins; — 2 og lífið var opinberað og vér höfum séð og vottum og boðum yður lífið hið eilífa, sem var hjá föðurnum og var opinberað oss; — 3 það sem vér höfum séð og heyrt, það boðum vér yður einnig, til þess að þér líka getið haft samfélag við oss; og samfélag vort er við föðurinn og við son hans Jesúm Krist. 4 Og þetta skrifum vér, til þess að fögnuður yðar geti orðið fullkominn. Halda áfram að lesa

Síðara almenna bréf Péturs

1

Símon Pétur, þjónn og postuli Jesú Krists, til þeirra, sem hlotið hafa jafndýrmæta trú og vér fyrir réttlæti Guðs vors og frelsara Jesú Krists; 2 náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú drotni vorum. 3 Þar eð hans guðdómlegi máttur hefir veitt oss alt, sem heyrir til lífs og guðrækni með þekkingunni á þeim, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð, 4 og með því hefir hann veitt oss hin dýrmætu og stórmiklu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakandi í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan girndaspillingunni, sem er í heiminum, 5 þá leggið einmitt þessa vegna alla stund á þetta, og auðsýnið í trú yðar dygðina, en í dygðinni þekkinguna, 6 en í þekkingunni bindindið, en í bindindinu þolgæðið, en í þolgæðinu guðræknina, 7 en í guðrækninni bróðurelskuna, en í bróðurelskunni kærleikann. 8 Því að ef þessir hlutir eru hjá yður og fara vaxandi, munu þeir ekki láta yður vera iðjulausa né ávaxtarlausa í þekkingu drottins vors Jesú Krists; 9 því að sá, sem ekki hefir þessa hluti, er blindur í skammsýni sinni, er hann hefir gleymt hreinsun hinna fyrri synda sinna. 10 Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalningu vissa; því ef þér gjörið þetta, munuð þér ekki nokkuru sinni hrasa; 11 því að á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki drottins vors og frelsara Jesú Krists. Halda áfram að lesa