Rafbókagerð í LibreOffice

LibreOffice er frjáls hugbúnaður sem býður m.a. annars upp á ritvinnsluforrit og töflureikni.

Í LibreOffice Writer er hægt að fá viðbót sem heitir Writer2Epub. Þessi viðbót býr til epub rafbók úr skjali.

Eftir að hafa sett upp viðbótina er opnið þið skjal í LibreOffice Writer (það er vandræðalaust hægt að opna skjöl úr Microsoft Word). Áður farið er að búa til rafbók þarf að athuga hvort fyrirsagnir (headings séu í lagi). Notið Heading 1 fyrir aðalkafla, Heading 2 fyrir undirkafla og svo koll og kolli ef þörf er á).

Writer2Epub viðbótin sést efst í vinstra horninu á glugganum í Writer. Það eru þrír takkar. Með því að ýta á þennan lengst til vinstri er búið til Epub skjal. Næsti takki opnar glugga til að skrá lýsigögn fyrir rafbókina. Sá þriðji opnar stillingaglugga.

Svona lítur stillingarglugginn út. Helst má benda á að hægt er að stilla hvenær kaflar eru brotnir niður í einingar (með stillingum sem sjást hérna myndi kafli með „heading 2“ byrja á nýrri „síðu“ í rafbókalesaranum en ekki kafli með „heading 3“).

Lýsigagnaglugginn opnast sjálfkrafa (ef stillingum er ekki breytt) þegar ný rafbók er búin til.

Þarna er hægt að skrá höfund, titil, ISBN og fleiri upplýsingar. Þarna er einnig hægt að setja inn kápumynd. Síðan er smellt á Ok og þá verður til ný rafbók.

Líklega vilja sumir breyta og snurfasa rafbókina í Sigil og síðan breyta henni í Kindle skjal eins og lýst er hér.

Þessar leiðbeiningar eru miðaðar við eldri útgáfu af Writer2Epub þar sem það eru einhver vandamál með samhæfingu nýjustu útgáfu viðbótarinnar og nýjustu útgáfu LibreOffice Writer (þau vandamál ættu þó að verða leyst fljótlega og vonandi verða leiðbeiningarnar uppfærðar þá).