Rafbók úr Wordskjali

Það er hægt að breyta góðu Word skjali í rafbók með tiltölulega lítilli fyrirhöfn og hjálp frá forritinu Sigil. Skjalið er þá fyrst vistað sem Web Page, Filtered í Word.

Næst er gott að opna nýja skjalið í Notepad og afrita textann í síu sem vefurinn Word Off býður upp á og líma nýja textann aftur í Notepad þar sem hann er vistaður. Þetta er gert til þess að hreinsa auka kóða úr skjalinu. Þessu skrefi má sleppa en það er betra að nota þessa leið.

Nýja skjalið er síðan opnað í Sigil og farið eftir leiðbeiningunum um það forrit hér.