Myndir geta verið til vandræða í rafbókum. Þar sem textinn er flæðandi og skjáir og leturstærðir mismunandi eftir tækjum og notendum þá er ekki hægt að tryggja að myndirnar verði alltaf á sama stað. Besta lausnin á þessu er, sem stendur, að setja myndir á milli efnisgreina. Þetta er ekki falleg lausn en hún er líklega sú einfaldasta. Þetta verður þó til þess að á rafbókalesaranum að texti stoppar á miðri blaðsíðu og lesandinn þurfi að fletta til þess að sjá myndina.
Ýmsar aðrar lausnir eru í boði. Það væri hægt að setja myndir í neðanmálsgreinar þannig smella þurfi á tengil til þess að sjá þær. Sumir nota líka myndakafla í bókum í stað þess að setja myndirnar í tengsl við textann (þetta er reyndar líkað oft notað í prentuðum bókum. Þar getur þó komið upp það vandamál að myndatexti birtist á rangri „síðu“.