Hlekkir

Netútgáfan vann frumkvöðlastarf við að koma verkum sem fallin voru úr höfundarrétti á rafrænt form. Með leyfi Sæmundar Bjarnasonar sem stjórnaði verkefninu á sínum tíma hefur Rafbókavefurinn hafið það verk að koma þeim textum í rafbókaform.

Heimskringla hýsir mikið magn af norrænum textum, þar á meðal á íslensku. Það efni mætti setja yfir á rafbókaform til að gera það aðgengilegra (alltaf skal þó geta upprunans).

Internet Archive hýsir töluvert magn af textum á íslensku. Margt af efninu hefur verið ljóslesið (texti unninn úr skönnuðu skjali) en oftast vantar mikið upp á prófarkalesturinn. Það er spennandi verkefni fyrir áhugasama.

Google Books hýsir fjölmargar bækur á íslensku og oft er hægt að hala niður heilum pdf skjölum með bókum sem komnar eru úr höfundarrétti. Það efni mætti gera aðgengilegra með því að ljóslesa það og setja upp í rafbókaformi.

Rúnatýr er íslensk útgáfa sem býður upp á nokkrar ókeypis rafbækur.