„Þórðar saga hreðu er með yngstu Íslendingasögum, talin rituð um eða eftir 1350. Hún gerist að mestu í Miðfirði í Húnaþingi og í Skagafirði. Aðalpersónan er Þórður hreða, sem var mikill kappi og jafnframt mikill timburmeistari. Sagnir greina frá því að hann hafi smíðað skála í Flatatungu í Skagafirði og fleiri nafnkunn hús.“#
Greinasafn fyrir flokkinn: Rafbækur
Reykdæla saga og Víga-Skútu
Ljósvetninga saga
„Ljósvetninga saga er Íslendingasaga sem varðveitt er í tveimur megingerðum, A-gerð og C-gerð og inniheldur C-gerðin nokkra Íslendingaþætti sem koma söguþræðinum ekki beint við og virðast vera innskot. Þetta eru Sörla þáttur, Ófeigs þáttur, Vöðu-Brands þáttur og Þórarins þáttur ofsa.
Sagan hefst á frásögn af Þorgeiri Ljósvetningagoða Þorkelssyni á Ljósavatni og sonum hans og kemur Guðmundur Eyjólfsson ríki á Möðruvöllum þar nokkuð við sögu. Þá taka við þrír fyrstnefndu Íslendingaþættirnir en eftir það fjallar sagan aðallega um Guðmund ríka og deilur hans við menn af ætt Ljósvetninga. Eftir dauða Guðmundar snýst sagan svo aðallega um Eyjólf halta son hans og deilur hans við Fnjóskdæli og Ljósvetninga. Sögunni lýkur svo með Þórarins þætti ofsa en þar koma Ljósvetningar ekkert við sögu.“#
Laxdæla saga
„Laxdæla saga, eða Laxdæla eins og hún er stundum kölluð, segir frá landnámi Auðar (Unnar) djúpúðgu í Dalasýslu, fólki sem með henni kom og afkomendum þeirra, sem margir bjuggu í Laxárdal og dregur sagan nafn af því. Helstu persónur sögunnar eru Guðrún Ósvífursdóttir og frændurnir og fóstbræðurnir Kjartan Ólafsson og Bolli Þorleiksson og hvernig mál þróuðust með slíkum hætti að Bolli sveik Kjartan og gerðist síðar banamaður hans.“#