Markmið Rafbókavefsins er ekki að fá sem flestar heimsóknir á vefinn heldur að dreifa rafbókum sem víðast. Til þess að auðvelda þessa dreifingu höfum við búið til þjappaða skrá með öllum rafbókum sem eru komnar á vefinn í dag.
En við biðjum þá sem hala niður þessari skrá að hjálpa okkur aðeins. Dreifið þessari færslu hér sem víðast til þess að hjálpa okkur að fá bæði dreifingu á efninu og sjálfboðaliða í dreifða prófarkalesturskerfið okkur.
Í dreifðum prófarkarlestri er farið yfir texta bóka sem hefur verið skannaðar inn og ljóslesnar (í ljóslestri er mynd af blaðsíðu breytt í texta). Allur ljóslestur, sérstaklega á íslenskum texta, er ófullkominn og krefst þess að mannsaugað fari yfir til að finna villur.
Til þess að hjálpa sjálfboðaliðum að læra á prófarkalesturskerfið okkar höfum við búið til kennslumyndband sem sýnir hvernig kerfið virkar (það er ekki sérstaklega flott en það ætti að vera gagnlegt). Eins og sést í myndbandinu þá er ekki sérstök þörf á sérstökum hæfileikum í íslensku til að finna villur enda er alltaf hægt að bera textann saman við mynd af blaðsíðu bókarinnar.
Endilega skráið ykkur á dreifða prófarkalesturskerfið. Þar má m.a. lesa yfir texta Hómerskviðna, Biblíunnar (frá 1908), þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar og einnig ýmislegt léttmeti.
Að lokum er skráin með þeim 125 bókum sem birst hafa á Rafbókavefnum til þessa: RBV300114
Safnið í þessari skrá er ætlað fyrir Calibre rafbókaumsjónarforritið en það þarf þó ekki að hafa forritið uppsett (mæli þó sterklega með því). Allar bækurnar eru í bæði Epub og Mobipocket (Kindle) formi sem ætti að tryggja að allir geti lesið þær.