Ég var að prufa Rafbókavefinn í Android síma og þegar ég smellti á niðurhalshlekkina þá fékk ég bara ruglkóða – vafrinn reyndi einfaldlega að opna skjalið sjálfur.
Ég hafði áður sett inn rafbókalesforrit (app) sem heitir Aldiko og vandinn var að öllum líkindum tengdur því forriti. Ég fann meðmæli með forriti sem heitir FBReader og viti menn – allt fór að virka þegar ég setti það inn. Þegar ég smelli núna á hlekkinn fyrir niðurhal kemur upp valgluggi um hvort ég vilji opna rafbókina í FBReader eða vafranum sjálfum. Þá er rétt að velja FBReader. Forritið getur opnað bæði Kindle og Epub skjöl. Það er líka ókeypis.
Ef þið lendið í vanda með eitthvað á vefnum þá skulið þið ekki hika við að setja inn athugasemd eða spurningu og ég reyni að svara sem allra fyrst. Stefnan er að vefurinn virki í öllum tækjum. Ef þið eruð til dæmis með nettengdan Kindle til dæmis þá á hann að geta hlaðið inn skjölunum beint af vefnum.