Þessi færsla er ætluð þeim sem annað hvort lásu um Rafbókavefinn hjá Agli Helgasyni eða sáu umfjöllun um vefinn í Kiljunni (sem er þó ekki búið að sýna þegar þetta er birt).
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í yfirlestri þá gott að horfa fyrst á þetta kennslumyndband og skrá sig síðan á prófarkalestursvefinn.
Ef þú vilt fá rafbækur er auðveldast að taka inn þessa þjöppuðu skrá sem inniheldur allar nema þrjár nýjustu rafbækurnar. Þá mælum við með forritinu Calibre til að halda utan um rafbókasafnið. Þó er einnig hægt að taka inn hverja bók fyrir sig (m.a. í innbyggðum vafra Kindle rafbókalesara).
Rafbækurnar á Rafbókavefnum eru nær allar í bæði almennu formi (Epub) fyrir flestar gerðir spjaldtölva og rafbókalesara og hins vegar á formi fyrir Kindle (Mobi). Þar að auki eru flestar bækur sem hafa verið lesnar yfir hjá okkur einnig á hreinu textaformi og sem vefskjal sem hægt er að opna í vafra.