Calibre er forrit sem allir ættu að nota til að halda utan um rafbókabókasafn sitt. Einnig er hægt að nota forritið til þess að breyta til dæmis epub skjölum í mobipocket skjöl sem hægt er að opna í Kindle. Calibre getur opnað flestar tegundir af rafbókum. Calibre getur líka sent bækurnar inn á flesta rafbókalesara, spjaldtölvur og snjallsíma þegar tækin eru tengd við tölvuna.
Sigil er forrit til að breyta og búa til rafbækur í epub formi.
LibreOffice er frjáls hugbúnaðarpakki með öllum nauðsynlegustu skrifstofutólunum s.s. ritvinnsluforriti og töflureikni. Það er líka til flott viðbót fyrir það sem heitir Writer2Epub. Þessi viðbót býr til epub rafbók úr skjali.
Kindle Previewer er forrit til að skoða hvernig rafbækur líta út í Kindle. Bara fyrir Windows og Mac.