Kindle

Í nýjustu útgáfum af Kindle (3 og 4) á að vera hægt að ná beint í bækur af rafbókavefnum með því að nota vafrann í tækinu. Þá er einfaldlega smellt á hlekkinn sem stendur á Kindle og síðan er samþykkt að hala inn bókinni. Bókin þá að sjást á „heimaskjá“ (Home) tækisins.

Það er hins vegar ágætur siður að hafa afrit af bókunum sínum á eigin tölvu. Þá er gott að nota forritið Calibre. Það forrit heldur utan um rafbókasafnið og getur líka breytt rafbókum, t.d. úr Epub í Mobipocket. Það getur líka sent bækurnar inn á Kindle þegar tækið er tengt við tölvuna.

Til þess að senda sjálfum sér rafbók eða eitthvað annað skjal af tölvunni ykkar með tölvupósti þarf að senda það úr sama tölvupóstfangi og er tengt við Amazon reikning þinn. Tölvupóstfangið sem rafbókin eða skjalið er sent á ættuð þið að hafa fengið uppgefið frá Amazon. Ef þið viljið geta fengið skjöl úr öðrum tölvupóstföngum getið þið bætt þeim við á Amazon reikning ykkar.

Þið veljið fyrst Manage Your Kindle, síðan Personal Document Settings og að lokum smellið þið á Add a new approved e-mail address þar sem þið skráið nýja tölvupóstfangið.

Ef Kindle tækið ykkar er með þráðlausa nettengingu (en ekki bara 3G) þá getið þið fengið skjöl send ókeypis (@free.kindle.com) en ef ekki þá þurfið þið að borga fyrir skjölin (@kindle.com).