Instapaper fyrir Kindle

Það er hægt að senda sjálfum sér greinar af netinu á Kindle með því að nota þjónustu Instapaper (þó er auðveldara að nota Push to Kindle).

Á forsíðunni veljið þið Create a free account. Á næstu síðu slærð þú inn tölvupóstfang og velur þér lykilorð. Þar ættuð þið að sjá þessar leiðbeiningar.

Þið dragið Read Later hnappinn upp að bókamerkjastikunni í vafranum ykkar (sem er líklega nálægt gluggann þar sem þið getið slegið inn vefsíðuslóðir). Næst þegar þið sjáið grein sem þið viljið lesa í Kindle skulið þið smella á þennan hnapp og þá vistast greinin.

Þegar því er lokið veljið þið Account og síðan Manage my Kindle settings. Þá kemur upp þessi gluggi.

Ef þið eigið Kindle sem er tengdur við þráðlaust net (en ekki 3G) þá getið þið fengið sent ókeypis greinar frá Instapaper (á netfang sem endar á @free.kindle.com). Ef tækið er bara tengt með 3G þurfið þið að borga fyrir sendinguna.

Fyrir neðan þennan glugga eru síðan leiðbeiningar um hvernig þið breytið Kindle stillingum ykkar til þess að leyfa Instapaper að senda ykkur póst. Þar kemur fram tölvupóstfang sem þið verðið að bæta við á Kindle síðu ykkar á Amazon eins og lýst á þessari síðu.