Push to Kindle

Push to Kindle er ákaflega gagnleg viðbót sem hægt er að fá fyrir Chrome, Safari, Firefox og Android. Með henni er á einfaldan hátt hægt að send greinar af vefnum í Kindle rafbókalesarann.

Þið farið inn á vef Push to Kindle og veljið þá tegund af vafra (eða stýrikerfi) sem þið eruð að nota. Þar er ykkur leiðbeint í uppsetningu.

Þegar viðbótin hefur verið sett upp ætti að birtast lítil mynd í efra hægra horni vafrans.

Push to Kindle

Þegar þið eruð á vefsíðu sem þið viljið senda í Kindle þá smellið þið á myndina og þá ætti að koma síða sem lítur svona út:

Push to Kindle valmynd

Þið setjið þarna inn Amazon notendanafn ykkar. En áður en þið getið byrjað að láta senda greinar í rafbókalesarann ykkar þá þurfið þið að bæta kindle@fivefilters.org við í samþykkt netföng eins og lýst er hér. Þið getið síðan valið „Remember me“ til þess að upplýsingarnar birtist sjálfkrafa héðan í frá. Þegar því er lokið ýtið þið einfaldlega á „Send!“ og greinin birtist fljótlega í tækinu ykkar.