„Heiðarvíga saga er ein Íslendingasagnanna og er talin vera ein hin elsta þeirra. Þar segir frá afkomendum Egils Skallagrímssonar og langvarandi deilum og átökum Borgfirðinga og Húnvetninga, sem náðu hámarki í bardaga á heiðinni Tvídægru, en af honum dregur sagan nafn. Hún hefur stundum verið kölluð Víga-Styrs saga og Heiðarvíga.“#