Séra Ólafur Egilsson var meðal þeirra Vestmannaeyinga sem rænt var í Tyrkjaráninu. Hér lýstir hann ævintýralegri sögu sinni sem bar hann frá Vestmannaeyjum til Algeirsborgar, þaðan til Danmerkur með viðkomu í ýmsum Evrópulöndum og síðan aftur heim á ný. Á köflum er sagan átakanleg en einnig er hún forvitnilegt sjónarhorn Íslendings á veröld sem kom mjög svo ókunnuglega fyrir sjónum.