Bréf Páls postula til Títusar

1

Páll þjónn Guðs, en postuli Jesú Krists, samkvæmt trú Guðs útvaldra og þekking sannleikans, sem er í samhljóðan við guðhræðslu; 2 í von um eilíft líf, sem Guð, sá er ekki lýgur, hefir heitið frá eilífum tíðum, 3 en opinberaði á sínum tímum orð sitt í prédikun, sem mér er trúað fyrir eftir skipun Guðs frelsara vors, 4 til Títusar, skilgetins sonar samkvæmt sameiginlegri trú. Halda áfram að lesa

Bréf Páls postula til Galatamanna

1

Páll, postuli — ekki af mönnum né að tilhlutun manns, heldur að tilhlutun Jesú Krists og Guðs föður, sem uppvakti hann frá dauðum — 2 og allir bræðurnir, sem með mér eru: til safnaðanna í Galatalandi. 3 Náð sé með yður og friður frá Guði föður og drotni vorum Jesú Kristi, 4 sem gaf sjálfan sig fyrir syndir vorar, til þess að frelsa oss frá hinni yfirstandandi vondu öld, samkvæmt vilja Guðs og föður vors. 5 Honum sé dýrð um aldir alda, amen. Halda áfram að lesa