Hallfreðar saga vandræðaskálds fjallar um Hallfreð Óttarsson, ástir hans og ófrið.
Greinasafn fyrir flokkinn: Íslendingasögur
Svarfdæla saga
„Svarfdæla saga (eða Svarfdæla) er fornsaga sem telst til Íslendingasagna. Hún segir frá landnámi í Svarfaðardal og deilum og vígaferlum í dalnum á landnámsöld. Þar áttust við Ljótólfur goði á Hofi og Þorsteinn svörfuður á Grund og þeirra menn. Frásögnin er allstórbrotin þar sem berserkurinn og skáldið Klaufi Hafþórsson kemur mikið við sögu bæði lífs og liðinn og hin skapmikla Ingveldur fagurkinn. Þótt margt sé heldur ótrúlegt í frásögninni hafa fornminjar þótt benda til þess að í henni sé sannsögulegur kjarni. Skáldsögur, leikrit og söngvar hafa verið samin upp úr Svarfdælu.“#
Heiðarvíga saga
„Heiðarvíga saga er ein Íslendingasagnanna og er talin vera ein hin elsta þeirra. Þar segir frá afkomendum Egils Skallagrímssonar og langvarandi deilum og átökum Borgfirðinga og Húnvetninga, sem náðu hámarki í bardaga á heiðinni Tvídægru, en af honum dregur sagan nafn. Hún hefur stundum verið kölluð Víga-Styrs saga og Heiðarvíga.“#
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Gull-Þóris saga
„Gull-Þóris saga (oft líka nefnd Þorskfirðinga saga) er ein af Íslendingasögum og segir hún frá Gull-Þóri Oddssyni, höfingja í Þorskafirði, og deilum hans við Hall nágranna sinn.
Í upphafi sögunnar segir frá því þegar Þórir kemur til Íslands með föður sínum, Oddi skrauta. Þeir settust að í Þorskafirði. Þórir fór síðar utan í hernað ásamt Hyrningi syni Halls á Hofstöðum og eignaðist mikið gull á Finnmörk, þegar hann vann á drekum sem þar voru í helli norður við Dumbshaf, en hann var hið mesta afarmenni. Þegar þeir komu aftur til Íslands vildi Hallur fá hlut af gullinu fyrir hönd sonar síns en Hyrningur var sáttur við sinn hlut. Af þessu urðu deilur miklar milli Halls og Þóris og vígaferli. Fór svo að Þórir felldi bæði Hall og Rauð, eldri son hans, en sættist við Hyrning, sem aldrei hafði tekið þátt í deilunum.
Kona Þóris var Ingibjörg dóttur Gils þess er nam Gilsfjörð og var sonur þeirra Guðmundur.“#
Fóstbræðra saga
Fóstbræðra saga „fjallar að mestum hluta um fóstbræðurna Þormóð Bersason (kallaður Kolbrúnarskáld) og Þorgeir Hávarsson. Þeir eru afar ólíkir að eðlisfari, en þeir ólust upp saman og eru hvorirtveggja heillaðir af vopnaburði. Þorgeir er vígamaðurinn en Þormóður er flóknari persóna, vígamaður, kvennamaður og skáld og maður sem á auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum.“#
Flóamanna saga
Vopnfirðinga saga
„Vopnfirðinga saga (Vápnfirðinga saga í forníslensku) er Íslendingasaga. Þar segir frá miklum deilum mága og frænda í Vopnafirði á söguöld.
Í upphafi sögunnar er Brodd-Helgi Þorgilsson kynntur til sögunnar og sagt frá því að Þorsteinn afi hans, sem frá segir í Þorsteins sögu hvíta, ól hann upp eftir að Þorgils faðir hans var veginn. Móðir Helga var Áslaug (Ólöf) Þórisdóttir Graut-Atlasonar. Þorsteinn keypti land í Vopnafirði af Steinbirni Refssyni landnámsmanni og bjó á Hofi. Samkvæmt sögunni hlaut Helgi viðurnefni sitt af því að þegar hann var ungur að árum kom hann þar að sem naut heimilisins stangaðist á við aðkomunaut og veitti verr. Tók Helgi þá mannbrodd og batt á enni heimanautsins, sem veitti betur eftir það, en af þessum broddi fékk hann nafnið.
Vinur Helga var Geitir Lýtingsson frá Krossavík ytri. Bróðir hans hét Blængur og systir þeirra var Halla, sem varð kona Helga. Greinir sagan svo frá deilum sem upp komu milli þeirra Helga og Geitis og stigmögnuðust uns báðir lágu í valnum, en í sögulok sættast synir þeirra, Þorkell Geitisson og Víga-Bjarni Brodd-Helgason. Annar sonur Helga, Sörli, kemur við Ljósvetninga sögu og varð tengdasonur Guðmundar ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði.“#
Víglundar saga
„Víglundar saga er ein af Íslendingasögunum. Víglundar saga er skáldsaga, ein hin fyrsta í sinni grein hér á landi. Hún fjallar um ástir og raunir Víglundar og Ketilríðar. Hún gerist á 10. öld, en er að líkindum rituð á síðara hluta 14. aldar. Sagan er varðveitt í tveimur skinnhandritum frá 15. öld.“#