Færeyinga saga

Færeyinga saga„Færeyinga saga, er forn íslensk saga sem segir fyrst frá landnámi Gríms Kambans í Færeyjum, um 825, en meginhluti frásagnarinnar er um atburði frá árunum 990–1002, þegar Sigmundur Brestisson reyndi að koma á kristni í Færeyjum og skattskyldu til Noregskonungs, en Þrándur í Götu stóð gegn því. Sögunni lýkur eftir andlát Þrándar um 1035.“#

Kindle / Epub

Eyrbyggja saga

Eyrbyggja saga„Eyrbyggja saga er ein af Íslendingasögunum. Í lok sögunnar sjálfrar nefnist hún fullu nafni Saga Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga. Eyrbyggja nær yfir tímabilið frá því snemma á landnámsöld og til dauða Snorra goða eða hér um bil frá 880 til 1031. Sagan er hvorttveggja í senn ætta- og héraðssaga. Hún er talin rituð á fyrra hluta 13. aldar, en varðveitt best í eftirritum eftir Vatnshyrnu og auk þess í ýmsum handritabrotum.“#

Kindle / Epub

Eiríks saga rauða

Eiríks saga rauða„Eiríks saga rauða er Íslendingasaga sem fjallar um landnám og landkönnun norrænna manna í Norður-Ameríku.
Siglingaleiðir til Grænlands, Hellulands (Baffinseyju), Marklands (Labrador) og Vínlands (Nýfundnalands), sem farnar voru af þeim landkönnuðum sem sagt er frá í Íslendingasögum, aðallega Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu.

Eiríkssaga segir frá því hvernig Eiríkur var flæmdur frá Íslandi, landnámi hans á Grænlandi, og hvernig sonur hans Leifur heppni fann Vínland þegar skip hans rak af leið.“#

Kindle / Epub

Brennu-Njáls saga

Brennu-Njálssaga„Brennu-Njáls saga (oft aðeins kölluð Njáls saga eða Njála) er ein þekktasta Íslendingasagan og sú lengsta. Hún er saga Njáls Þorgeirssonar bónda, höfðingja og lögspekings á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum og sona hans, einkum þá Skarphéðins. En auk þess er hún ævisaga Hallgerðar langbrókar Höskuldsdóttur og Gunnars á Hlíðarenda Hámundarsonar og margra fleiri.“#

Kindle / Epub