Allar bækur af Rafbókavefnum (19. apríl 2012)

Þann 30. janúar 2014 var búinn til nýr pakki með fleiri bókum.

Eftir hvatningu frá notendum Rafbókavefsins hef ég tekið allar rafbækurnar saman og látið í eina þjappaða ZIP skrá. Safnið í þessari skrá er ætlað fyrir Calibre rafbókaumsjónarforritið en það þarf þó ekki að hafa forritið uppsett (mæli þó sterklega með því). Allar bækurnar eru í bæði Epub og Mobipocket (Kindle) formi sem ætti að tryggja að allir geti lesið þær.

Þeir sem kjósa frekar torrent niðurhal (og vilja þannig létta álaginu af vefþjóninum) geta náð í þennan pakka á The Pirate Bay.