Prófarkarlestursvefur í prófun

BókaskanniFrá því að Rafbókavefurinn fór af stað hefur markmiðið verið að fá fleiri til að vera með. Nú er loksins komið að því að feta fyrstu skrefin í þessa átt.

Rafbókavefurinn hefur í dag til umráða bókaskanna sem var byggður af Svavari Kjarrval og Svavari Jóhannessyni. Markmiðið er að mynda bækur sem eru komnar út úr höfundavernd. Nú þegar hafa margar bækur verið myndaðar.

En það er bara hálfur sigur. Þegar búið að er að skanna bók þá þarf að setja skrárnar í gegnum ljóslestursforrit sem breytir myndum í texta. Því miður gera öll ljóslestursforrit mistök – sérstaklega á íslenskum texta. Það þarf mannsauga til að fara yfir textann.

Rafbókavefurinn hefur sett upp prófarkarlesturskerfi frá Gutenberg verkefninu. Það virkar þannig að hver sem er getur skráð sig og lagfært ljóslesinn texta. Það gengur þannig fyrir sig að prófarkarlesarinn fær annars vegar mynd af síðu og hins vegar texta sem hægt er að lagfæra. Markmiðið er að leiðrétti textinn verði eins og á síðunni.

Hér er rétt að leggja áherslu á að það á ekki að leiðrétta villur sem koma fyrir í á skönnuðu síðunni.

Á þessum tímapunkti er ekki verið að leita að sem flestum prófarkarlesurum. Vefurinn er ekki alveg tilbúinn og sérstaklega vantar upp á að íslenska kerfið og leiðbeiningarnar. Það er verið að leita að fólk sem vill prufa kerfið og benda á hluti sem eru óskýrir og mættu betur fara. Við erum að fara inn á síðasta prufustig áður en vefurinn verður „formlega“ opnaður.

Þegar fólk skráir sig á prófarkarlesturskerfið og er búið að staðfesta skráninguna fær það einnig aðgang að spjallborði sem er vel til þess fallið að ræða málin.