Fyrsta bréf Jóhannesar, hið almenna

1

Það sem var frá upphafi, það sem vér höfum heyrt, það sem vér höfum séð með augum vorum, það sem vér horfðum á og hendur vorar þreifuðu á, um orð lífsins; — 2 og lífið var opinberað og vér höfum séð og vottum og boðum yður lífið hið eilífa, sem var hjá föðurnum og var opinberað oss; — 3 það sem vér höfum séð og heyrt, það boðum vér yður einnig, til þess að þér líka getið haft samfélag við oss; og samfélag vort er við föðurinn og við son hans Jesúm Krist. 4 Og þetta skrifum vér, til þess að fögnuður yðar geti orðið fullkominn. Halda áfram að lesa

Síðara almenna bréf Péturs

1

Símon Pétur, þjónn og postuli Jesú Krists, til þeirra, sem hlotið hafa jafndýrmæta trú og vér fyrir réttlæti Guðs vors og frelsara Jesú Krists; 2 náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú drotni vorum. 3 Þar eð hans guðdómlegi máttur hefir veitt oss alt, sem heyrir til lífs og guðrækni með þekkingunni á þeim, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð, 4 og með því hefir hann veitt oss hin dýrmætu og stórmiklu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakandi í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan girndaspillingunni, sem er í heiminum, 5 þá leggið einmitt þessa vegna alla stund á þetta, og auðsýnið í trú yðar dygðina, en í dygðinni þekkinguna, 6 en í þekkingunni bindindið, en í bindindinu þolgæðið, en í þolgæðinu guðræknina, 7 en í guðrækninni bróðurelskuna, en í bróðurelskunni kærleikann. 8 Því að ef þessir hlutir eru hjá yður og fara vaxandi, munu þeir ekki láta yður vera iðjulausa né ávaxtarlausa í þekkingu drottins vors Jesú Krists; 9 því að sá, sem ekki hefir þessa hluti, er blindur í skammsýni sinni, er hann hefir gleymt hreinsun hinna fyrri synda sinna. 10 Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalningu vissa; því ef þér gjörið þetta, munuð þér ekki nokkuru sinni hrasa; 11 því að á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki drottins vors og frelsara Jesú Krists. Halda áfram að lesa

Bréfið til Hebrea

1

Eftir að Guð forðum hafði oftsinnis talað til feðranna og með mörgu móti fyrir munn spámannanna, hefir hann í lok þessara daga til vor talað fyrir soninn, 2 sem hann setti erfingja allra hluta, fyrir hvern hann og hefir gjört heimana. 3 Hann sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans, og ber alt með orði máttar síns; hann settist, er hann hafði hreinsun gjört syndanna, til hægri handar hátigninni á hæðum, 4 og er orðinn englunum þeim mun meiri, sem hann hefir að erfðum tekið ágætara nafn en þeir. 5 Því við hvern af englunum hefir hann nokkuru sinni sagt: Þú ert sonur minn, í dag hefi eg getið þig! Og í annan stað: Eg vil vera honum faðir, og hann mun vera mér sonur! 6 Og er hann aftur leiðir hinn frumgetna inn í heimsbygðina, segir hann: Og allir englar Guðs skulu tilbiðja hann. 7 Og um englana segir hann: Hann sem gjörir engla sína vinda og þjóna sína eldsloga. 8 En um soninn: Hásæti þitt, ó Guð, er um aldir alda, og sproti réttvísinnar er sproti ríkis þíns. 9 Þú hefir elskað réttlæti og hatað ranglæti; fyrir því hefir Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu fram yfir þína jafningja. 10 Og: Þú, drottinn, hefir í upphafi grundvallað jörðina, og himnarnir eru verk handa þinna. 11 Þeir munu farast, en þú stendur, og allir munu þeir fyrnast sem fat. 12 Og þú munt þá saman vefja eins og blæju, eins og fat, og þeir munu umbreytast, en þú ert hinn sami, og þín ár munu ekki þrotna. 13 En við hvern af englunum hefir hann nokkuru sinni sagt: Set þig mér til hægri handar, unz eg gjöri óvini þína að fótaskör þinni? 14 Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa? Halda áfram að lesa

Bréf Páls postula til Títusar

1

Páll þjónn Guðs, en postuli Jesú Krists, samkvæmt trú Guðs útvaldra og þekking sannleikans, sem er í samhljóðan við guðhræðslu; 2 í von um eilíft líf, sem Guð, sá er ekki lýgur, hefir heitið frá eilífum tíðum, 3 en opinberaði á sínum tímum orð sitt í prédikun, sem mér er trúað fyrir eftir skipun Guðs frelsara vors, 4 til Títusar, skilgetins sonar samkvæmt sameiginlegri trú. Halda áfram að lesa