„Bárðar saga Snæfellsáss er Íslendingasaga sem er rituð í ýkjustíl. Hún segir frá Bárði Dumbssyni af ætt bergbúa. Bárður flýr Noreg og sest að sunnan undir Snæfellsjökli í óbyggðum og með tröllum á Íslandi og í Noregi. Í enda sögunnar gengur hann í jökulinn og gerist landvættur.“#