Brynjólfur biskup Sveinsson / Torfhildur Hólm

Skáldsaga þessi eftir Torfhildi Þ . Hólm er löngu áður útgefin, og sú útgáfa uppseld nú og ófáanleg. Var því vel gjört að gefa hana út að nýju. Fyrir sögu þessa hlaut frú Torfhildur maklegt hrós, og varð sagan einkar kær íslenzkum almenningi þótt ávalt geti verið deildar meiningar um það, hvort ýmsum persónum sögunnar sé með öllu rétt lýst, svo sem hinum lærða og mikilláta biskupi, Brynjólfi, Daða Halldórssyni, Ólafi Gíslasyni o.fl., þá er það engum vafabundið, að sagan á skilið þá vinsæld, sem hún hefir hlotið hjá íslendingum,og að hún geymir minningu höfundarins um langan aldur, eftir að sumt annað er gleymt, er nú er samið og dýrara er kveðið. (Heimskringla, 31. des. 1913, 4. bls, 14. tbl, 28.árg.)

Epub / Kindle

Hér að neðan er að finna eldri útgáfur af rafbókinni:

Kindle eldri gerð (útgáfa 1) / Epup eldri gerð (útgáfa 1)