„Grænlendinga saga er eitt af söguritum íslendingasagnanna og segir frá sama efni og Eiríks saga rauða en að ýmsu leyti á annan veg. Grænlendinga saga er líklega rituð fyrir miðja 13. öld. Hún er varðveitt í Flateyjarbók.“#
Greinasafn fyrir merki: Opið efni
Gísla saga Súrssonar
Fljótsdæla saga
Sagan er einskonar framhald af Hrafnkels sögu Freysgoða.
Finnboga saga ramma
Færeyinga saga
„Færeyinga saga, er forn íslensk saga sem segir fyrst frá landnámi Gríms Kambans í Færeyjum, um 825, en meginhluti frásagnarinnar er um atburði frá árunum 990–1002, þegar Sigmundur Brestisson reyndi að koma á kristni í Færeyjum og skattskyldu til Noregskonungs, en Þrándur í Götu stóð gegn því. Sögunni lýkur eftir andlát Þrándar um 1035.“#
Eyrbyggja saga
„Eyrbyggja saga er ein af Íslendingasögunum. Í lok sögunnar sjálfrar nefnist hún fullu nafni Saga Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga. Eyrbyggja nær yfir tímabilið frá því snemma á landnámsöld og til dauða Snorra goða eða hér um bil frá 880 til 1031. Sagan er hvorttveggja í senn ætta- og héraðssaga. Hún er talin rituð á fyrra hluta 13. aldar, en varðveitt best í eftirritum eftir Vatnshyrnu og auk þess í ýmsum handritabrotum.“#
Eiríks saga rauða
„Eiríks saga rauða er Íslendingasaga sem fjallar um landnám og landkönnun norrænna manna í Norður-Ameríku.
Siglingaleiðir til Grænlands, Hellulands (Baffinseyju), Marklands (Labrador) og Vínlands (Nýfundnalands), sem farnar voru af þeim landkönnuðum sem sagt er frá í Íslendingasögum, aðallega Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu.
Eiríkssaga segir frá því hvernig Eiríkur var flæmdur frá Íslandi, landnámi hans á Grænlandi, og hvernig sonur hans Leifur heppni fann Vínland þegar skip hans rak af leið.“#
Egils saga
Droplaugarsona saga
Brennu-Njáls saga
„Brennu-Njáls saga (oft aðeins kölluð Njáls saga eða Njála) er ein þekktasta Íslendingasagan og sú lengsta. Hún er saga Njáls Þorgeirssonar bónda, höfðingja og lögspekings á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum og sona hans, einkum þá Skarphéðins. En auk þess er hún ævisaga Hallgerðar langbrókar Höskuldsdóttur og Gunnars á Hlíðarenda Hámundarsonar og margra fleiri.“#