Bréf Páls postula til Galatamanna

1

Páll, postuli — ekki af mönnum né að tilhlutun manns, heldur að tilhlutun Jesú Krists og Guðs föður, sem uppvakti hann frá dauðum — 2 og allir bræðurnir, sem með mér eru: til safnaðanna í Galatalandi. 3 Náð sé með yður og friður frá Guði föður og drotni vorum Jesú Kristi, 4 sem gaf sjálfan sig fyrir syndir vorar, til þess að frelsa oss frá hinni yfirstandandi vondu öld, samkvæmt vilja Guðs og föður vors. 5 Honum sé dýrð um aldir alda, amen. Halda áfram að lesa

Bréf Páls postula til Rómverja

1

Páll þjónn Jesú Krists, kallaður til postula, kjörinn til að boða fagnaðarerindi Guðs, 2 sem hann áður gaf fyrirheit um fyrir spámenn sína í helgum ritningum, 3 um son hans, sem eftir holdinu er fæddur af sæði Davíðs, 4 en eftir anda heilagleikans er með krafti innsettur svo sem Guðs sonur fyrir upprisu dauðra, — Jesúm Krist, drottin vorn, 5 sem vér höfum öðlast náð fyrir og postuladóm til trúar-hlýðni meðal allra heiðingjanna vegna nafns hans; 6 en meðal þeirra eruð þér einnig, þér, Jesú Krists kölluðu, — 7 til allra Guðs elskuðu, sem eru í Róm, heilögu samkvæmt köllun. Halda áfram að lesa

Postulasagan

1

Fyrri frásöguna samdi eg, Þeófílus, um alt sem Jesús hóf að gjöra og kenna, 2 til þess dags er hann var upp numinn, eftir að hann hafði fyrir heilagan anda boðorð gefið postulunum, er hann hafði valið, 3 sem hann og sýndi sig lifandi eftir písl sína með mörgum órækum kennimerkjum, er hann lét þá sjá sig í fjörutíu daga, og talaði um það, sem guðsríki heyrir til; 4 og er hann kom saman við þá, bauð hann þeim að fara ekki burt úr Jerúsalem, heldur bíða eftir fyrirheiti föðurins, sem þér — sagði hann — hafið heyrt mig tala um, 5 því að Jóhannes skírði með vatni, en þér skuluð skírðir verða með heilögum anda, nú innan fárra daga. Halda áfram að lesa

Jóhannesar guðspjall

1

Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð; 2 það var í upphafi hjá Guði. 3 Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið. 4 Í því var líf, og lífið var ljós mannanna; 5 og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið meðtók það ekki. 6 Maður kom fram, sendur af Guði, hann hét Jóhannes. 7 Þessi maður kom til vitnisburðar, til þess að vitna um ljósið, til þess að allir skyldu trúa fyrir hann. 8 Ekki var hann ljósið, heldur átti hann að vitna um ljósið. 9 Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn. 10 Hann var í heiminum, og heimurinn var til fyrir hann, og heimurinn þekti hann ekki. 11 Hann kom til sinna eigin, og hans eigin meðtóku hann ekki. 12 En öllum þeim, sem meðtóku hann, gaf hann vald til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans, 13 sem ekki eru af blóði, né af holds vilja, né af manns vilja, heldur af Guði fæddir. 14 Og orðið varð hold og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föðurnum. 15 Jóhannes vitnar um hann og kallar, segjandi: Þessi var sá, sem eg sagði um: Hann, sem kemur á eftir mér, hefir verið á undan mér; því að hann var fyrri en eg. 16 Því að af gnægð hans höfum vér allir fengið, og það náð á náð ofan; 17 því að lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn varð fyrir Jesúm Krist. 18 Guð hefir enginn nokkurn tíma séð; sonurinn eingetni, sem er í skauti föðurins, hann hefir lýst honum. Halda áfram að lesa