Þann 30. janúar 2014 var búinn til nýr pakki með fleiri bókum.
Eftir hvatningu frá notendum Rafbókavefsins hef ég tekið allar rafbækurnar saman og látið í eina þjappaða ZIP skrá. Safnið í þessari skrá er ætlað fyrir Calibre rafbókaumsjónarforritið en það þarf þó ekki að hafa forritið uppsett (mæli þó sterklega með því). Allar bækurnar eru í bæði Epub og Mobipocket (Kindle) formi sem ætti að tryggja að allir geti lesið þær.
Þeir sem kjósa frekar torrent niðurhal (og vilja þannig létta álaginu af vefþjóninum) geta náð í þennan pakka á The Pirate Bay.
Ég var að prufa Rafbókavefinn í Android síma og þegar ég smellti á niðurhalshlekkina þá fékk ég bara ruglkóða – vafrinn reyndi einfaldlega að opna skjalið sjálfur.
Fyrir þá sem eru spenntir fyrir því að kaupa og selja rafbækur er rétt að benda á nýjan vef sem heitir