„Bárðar saga Snæfellsáss er Íslendingasaga sem er rituð í ýkjustíl. Hún segir frá Bárði Dumbssyni af ætt bergbúa. Bárður flýr Noreg og sest að sunnan undir Snæfellsjökli í óbyggðum og með tröllum á Íslandi og í Noregi. Í enda sögunnar gengur hann í jökulinn og gerist landvættur.“#
Greinasafn fyrir flokkinn: Íslendingasögur
Bandamanna saga
„Bandamanna saga er eina Íslendingasagan sem gerist að öllu leyti eftir söguöld, nánar tiltekið skömmu eftir 1050. Hún gerist að mestu í Miðfirði í Húnaþingi og á alþingi á Þingvöllum. Hún er vel sögð og í gamansömum tón, og um leið hörð gagnrýni á höfðingjastéttina. Náin tengsl virðast vera milli Bandamanna sögu og Ölkofra þáttar.“#