Ævintýri og sögur H.C. Andersen eru hluti af menningarvitund Vesturlanda. Vísanir í sögurnar auðga mál okkar. Við værum til að mynda fátækari ef við gætum ekki sagt að keisarinn sé ekki neinum fötum með vissu um að áheyrendur skildu hvað við ættum við. Hér er safnað saman þýðingum Steingríms Thorsteinssonar á þessum sögum.
Kindle (öll þrjú bindin í einu) / Epub (öll þrjú bindin í einu) / HTML + myndir (zip) / Textaskjal
Í þessu bindi er að finna sögurnar: Hafmeyjan litla, Eldfærin, Förunauturinn, Brellni drengurinn, Murusóleyin, Rósarálfurinn, Ljóti andarunginn, Óli Lokbrá, Flibbinn, Engillinn, Litla stúlkan með eldspýturnar, Klukkan, Grenitréð, Vatnsdropinn, Paradísargarðurinn, Næturgalinn.
Rétt er að minna foreldra á að þetta eru ekki sögur eins og við finnum í dauðhreinsuðum bókum nútímans. Sumar eru hryllilegar og því er rétt að lesa þær yfir áður en þær eru lesnar fyrir börn.