Klækir / Sigurjón Pálsson

Spennusaga sem teygir sig frá fjalllendi Afganistan alla leið heim til Íslands.

Epub / Kindle

Í fjalllendi Afganistan er Hrafna Huld, starfsmaður stoðtækjaframleiðandans Ægis, að ljúka leiðangri til hjálpar fórnarlömbum jarðsprengna.
Daginn fyrir heimför litast hún um á basarnum í borginni Herat. Skyndilega er hún stödd í miðri morðárás á sendinefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna sem þar er einnig á ferð.
Fífldjörf „íslensk“ viðbrögð hennar verða til þess að bjarga lífi eins senatorsins.
En hennar líf verður ekki samt eftir það.
Hrafna nær sér af sárunum sem hún hlaut, eftir að heim kemur og heldur grunlaus áfram starfinu; þróun nýrra gervifóta handa fórnarlömbum stríða. Lífið heldur áfram sinn vanagang,
. . . heldur hún.

Tveimur árum eftir tilræðið er senatorinn sem hún bjargaði kjörinn forseti Bandaríkjanna,

. . . Stuttu seinna stíga tveir ungir afganir, klæddir á vestrænan hátt, upp í farþegavél á flugvellinum í Herat. Í vegabréfinu eru þeir sagðir sölumenn þurrkaðra ávaxta og áritunin gildir til Íslands

Umsagnir

Sagan er magnþrungin og hlaðin dulúð og spennu frá upphafi allt til lokasíðna. Þá upplýkst óvænt vitneskja, sem öllum kemur á óvart og breytir sýn manna á alla atburðarrásina.

„Í stuttu máli sagt er þetta einhver massífasta, skemmtilegasta og „vitsmunalegasta“ spennubók íslensk sem ég hef lesið í seinni tíð – eða bara lesið.“
Karl Emil Gunnarsson, þýðandi.

„Ein óvæntasta og um leið ánægjulegasta lestrarupplifun í yfirstandandi jólabókaflóði er að mati undirritað fyrsta bók Sigurjóns Pálssonar, Klækir.“
Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóri.

„Sigurjóni tekst snilldarlega að vefa stóran og vandasaman vef, þar sem honum tekst að gera hverja persónu það sterka að það er engin þörf á að blaða til baka og lesa aftur kafla, ekki nema þá þar sem orðfærið er sérlega gott og ljúft til lestrar“
Ásdís Sigurðardóttir