Bókin Tólf þrautir Heraklesar kom fyrst út árið 1913 í þýðingu Þorsteins Erlingssonar. Í henni er rakin gríska goðsagan af Heraklesi (eða Herkúlesi ef við notum rómverska heitið). Bókin var ætluð börnum þegar hún kom út en þó er rétt að benda foreldrum á að lesa hana fyrst enda hafði fólk aðrar uppeldisfræðilegar hugmyndir á þeim tímum.