Odysseifskviða – Hómer

Odysseifskviða (forngríska: Ὀδύσσεια, Odysseia) er annað tveggja sögukvæða sem eignað er forngríska skáldinu Hómer. Kvæðið er talið vera frá síðari hluta 8. aldar f.Kr. Það fjallar um heimför grísku hetjunnar Odysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.

Odysseifskviða er um 12 þúsund ljóðlínur og því styttri en Ilíonskviða sem er tæplega 15.700 línur. Venjulega er Odysseifskviða talin vera yngra verk en Ilíonskviða.#

EPUB / Kindle / HTML (í þjappaðri skrá með myndum) / Hrá textaskrá

Ilíonskviða – Hómer

IlíonskviðaIlíonskviða er annað tveggja frásagnarkvæða (epískra kvæða) sem eignuð hafa verið blinda kvæðamanninum Hómer. Hitt kvæðið er Ódysseifskviða en saman eru kvæðin kölluð Hómerskviður og eru elsti varðveitti skáldskapur Grikkja. Ilíonskviða gerist á síðasta ári Trójustríðsins en í því börðust Grikkir og Tróverjar. Ilíon er annað nafn yfir borgina Tróju við Hellusund. Hér er lausamálsþýðing Sveinbjörns Egilssonar, sem einnig þýddi Ódysseifskviðu.#

EPUB / Kindle / HTML (í þjappaðri skrá með myndum) / Hrá textaskrá

Heiðinn siður á Íslandi – Ólafur Briem

Heiðinn siður á ÍslandiÓlafur Briem (1909-1994) fyrrum menntaskólakennari á Laugarvatni var bæði vandvirkur fræðimaður og listrænn rithöfundur. Kunnasta rit hans mun HEIÐINN SIÐUR Á ÍSLANDI sem kom upprunalega út árið 1945 en þessi rafbók byggir á nýrri útgáfu endurskoðaðri og aukinni sem kom út árið 1985. Bókin greinir frá átrúnaði forfeðra okkar í árdögum Íslandsbyggðar og hefur talist öndvegisrit um íslensk fræði í fjóra áratugi en lengi verið ófáanleg á almennum markaði. Má þess vegna ætla að lærðir og leikir fagni því að HEIÐINN SIÐUR Á ÍSLANDI skuli gefinn út aftur. Þó nokkuð sé um liðið frá útgáfu hennar er hún enn traust heimild. Bókin skilgreinir heiðinn sið, trú og guði fornmanna og áhrif heiðninnar á menningu okkar og þjóðhætti en meginkaflar hennar bera þessar fyrirsagnir: Goð, Landvættir, Dauðir menn, Hof og blót og Örlög heiðninnar. HEIÐINN SIÐUR Á ÍSLANDI er einstakt rit á sviði íslenskra fræða og merkilegt framlag til sögu og mennta.

Epub / Kindle

Norræn goðafræði – Ólafur Briem

Norræn goðafræðiÓlafur Briem (1909-1994) fyrrum menntaskólakennari á Laugarvatni var bæði vandvirkur fræðimaður og listrænn rithöfundur. Bókin NORRÆN GOÐAFRÆÐI var endurprentuð sex sinnum frá því að hún kom fyrst út árið 1940 – síðast árið 1991. Nú hefur bókin er bókin loks fáanleg á rafbókaformi.

NORRÆN GOÐAFRÆÐI er inngangsrit og hentar vel til kennslu. Í henni er fjallað um goðin og aðrar yfirnáttúrulegar verur í trú norrænna manna. Einng er fjallað um einstakar goðsögur og heimsmynd norrænna manna.

Epub / Kindle

Eddukvæði

Eddukvæði eru fornnorræn kvæði, sem skiptast í goðakvæði og hetjukvæði. Um aldur þeirra hefur verið deilt. Þau hafa oft verið talin ort á tímabilinu frá síðari hluta 9. aldar til um það bil 1100. Sumir telja þó kvæðin, í þeirri mynd sem þau hafa varðveist í, ekki vera miklu eldri en 13. aldar ritin þar sem þau er að finna. Menn eru ekki á einu máli um það hvar þau hafi verið ort og hefur verið haldið fram Íslandi, Noregi, Grænlandi og jafnvel Færeyjum og Vestureyjum. Þekktustu goðakvæðin eru Völuspá og Hávamál en hetjukvæðin eru ort um afrek hetja eins og Völsunga og Niflunga. Þessi rafbók er byggð á útgáfu Guðna Jónssonar og er textinn fenginn frá Heimskringlu. Formála bókarinnar er sleppt enda er hann ennþá í höfundavernd.

Kindle / Epub

Tólf þrautir Heraklesar

Bókin Tólf þrautir Heraklesar kom fyrst út árið 1913 í þýðingu Þorsteins Erlingssonar. Í henni er rakin gríska goðsagan af Heraklesi (eða Herkúlesi ef við notum rómverska heitið). Bókin var ætluð börnum þegar hún kom út en þó er rétt að benda foreldrum á að lesa hana fyrst enda hafði fólk aðrar uppeldisfræðilegar hugmyndir á þeim tímum.

Epub / Kindle / HTML (ásamt myndum í zip skrá)Texti