„Anna Vigfúsdóttir (d. um 1571), þekktust sem Anna á Stóru-Borg eða Anna frá Stóruborg, var íslensk hefðarkona á 16. öld. Hún er kunn fyrir ástamál sín og samband við Hjalta Magnússon. Um þau skrifaði Jón Trausti þekkta skáldsögu.“#
„Piltur og stúlka: dálítil frásaga var brautryðjendaskáldsaga eftir Jón Thoroddsen eldri. Hún er rómantísk og raunsönn saga sem gerist á 19. öld. Hún er oft talin fyrsta íslenska skáldsagan sem var gefin út á Íslandi, en kom hún út árið 1850.“#
„Árið 1902 kom síðan út skáldsagan Upp við Fossa og sem fór heldur en ekki fyrir brjóstið á lesendum. Hún var almennt álitin vargur í véum og vart í húsum hæf, síst þar sem börn og unglingar komust í hana.“#
„Frægasta verk [Benedikts] er líklega Heljarslóðarorrusta, gamansaga um orrustuna við Solferino 1859 og ýmsa samtímaatburði aðra, erlenda sem innlenda. Söguna skrifaði hann í stíl fornaldarsagna og er fyndni hennar ekki síst fólgin í þeim fáránleika sem skapast af því.“#