Heiðarvíga saga

Heiðarvíga saga„Heiðarvíga saga er ein Íslendingasagnanna og er talin vera ein hin elsta þeirra. Þar segir frá afkomendum Egils Skallagrímssonar og langvarandi deilum og átökum Borgfirðinga og Húnvetninga, sem náðu hámarki í bardaga á heiðinni Tvídægru, en af honum dregur sagan nafn. Hún hefur stundum verið kölluð Víga-Styrs saga og Heiðarvíga.“#

Epub / Kindle

Gull-Þóris saga

Gull-Þóris saga„Gull-Þóris saga (oft líka nefnd Þorskfirðinga saga) er ein af Íslendingasögum og segir hún frá Gull-Þóri Oddssyni, höfingja í Þorskafirði, og deilum hans við Hall nágranna sinn.

Í upphafi sögunnar segir frá því þegar Þórir kemur til Íslands með föður sínum, Oddi skrauta. Þeir settust að í Þorskafirði. Þórir fór síðar utan í hernað ásamt Hyrningi syni Halls á Hofstöðum og eignaðist mikið gull á Finnmörk, þegar hann vann á drekum sem þar voru í helli norður við Dumbshaf, en hann var hið mesta afarmenni. Þegar þeir komu aftur til Íslands vildi Hallur fá hlut af gullinu fyrir hönd sonar síns en Hyrningur var sáttur við sinn hlut. Af þessu urðu deilur miklar milli Halls og Þóris og vígaferli. Fór svo að Þórir felldi bæði Hall og Rauð, eldri son hans, en sættist við Hyrning, sem aldrei hafði tekið þátt í deilunum.

Kona Þóris var Ingibjörg dóttur Gils þess er nam Gilsfjörð og var sonur þeirra Guðmundur.“#

Epub / Kindle

Fóstbræðra saga

Fóstbræðra sagaFóstbræðra saga „fjallar að mestum hluta um fóstbræðurna Þormóð Bersason (kallaður Kolbrúnarskáld) og Þorgeir Hávarsson. Þeir eru afar ólíkir að eðlisfari, en þeir ólust upp saman og eru hvorirtveggja heillaðir af vopnaburði. Þorgeir er vígamaðurinn en Þormóður er flóknari persóna, vígamaður, kvennamaður og skáld og maður sem á auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum.“#

Epub / Kindle

Rafbókavefurinn og Android

Ég var að prufa Rafbókavefinn í Android síma og þegar ég smellti á niðurhalshlekkina þá fékk ég bara ruglkóða – vafrinn reyndi einfaldlega að opna skjalið sjálfur.

Ég hafði áður sett inn rafbókalesforrit (app) sem heitir Aldiko og vandinn var að öllum líkindum tengdur því forriti. Ég fann meðmæli með forriti sem heitir FBReader og viti menn – allt fór að virka þegar ég setti það inn. Þegar ég smelli núna á hlekkinn fyrir niðurhal kemur upp valgluggi um hvort ég vilji opna rafbókina í FBReader eða vafranum sjálfum. Þá er rétt að velja FBReader. Forritið getur opnað bæði Kindle og Epub skjöl. Það er líka ókeypis.

Ef þið lendið í vanda með eitthvað á vefnum þá skulið þið ekki hika við að setja inn athugasemd eða spurningu og ég reyni að svara sem allra fyrst. Stefnan er að vefurinn virki í öllum tækjum. Ef þið eruð til dæmis með nettengdan Kindle til dæmis þá á hann að geta hlaðið inn skjölunum beint af vefnum.

Leiðbeiningar um hvað? Spurt um hvað?

Nú þegar ritstjóri hefur lokið öðrum verkefnum þá fer hann vonandi að vinna meira við þennan vef. En ég þarf líka aðstoð.

Mig langar að láta inn leiðbeiningar fyrir fleiri tæki en þau sem ég hef sjálfur til umráða. Ef þið eigið rafbókalesara (aðra en Kindle Keyboard og Kindle (þessi sem er ekki með snertiskjá)) eða spjaldtölvur þá megið þið endilega senda mér leiðbeiningar fyrir þau tæki. Netfangið er ritstjori@rafbokavefur.is.

Ég vil líka svara öllum spurningum sem þið kunnið að hafa um vefinn og því hvet ég ykkur til að setja spurningar hér í athugasemdir. Þið megið líka senda þær á netfangið hér að ofan.