Stutt útgáfa af sögu síðustu konunga af Ynglingaætt.
Greinasafn fyrir flokkinn: Rafbækur
Svarfdæla saga
„Svarfdæla saga (eða Svarfdæla) er fornsaga sem telst til Íslendingasagna. Hún segir frá landnámi í Svarfaðardal og deilum og vígaferlum í dalnum á landnámsöld. Þar áttust við Ljótólfur goði á Hofi og Þorsteinn svörfuður á Grund og þeirra menn. Frásögnin er allstórbrotin þar sem berserkurinn og skáldið Klaufi Hafþórsson kemur mikið við sögu bæði lífs og liðinn og hin skapmikla Ingveldur fagurkinn. Þótt margt sé heldur ótrúlegt í frásögninni hafa fornminjar þótt benda til þess að í henni sé sannsögulegur kjarni. Skáldsögur, leikrit og söngvar hafa verið samin upp úr Svarfdælu.“#
Heiðarvíga saga
„Heiðarvíga saga er ein Íslendingasagnanna og er talin vera ein hin elsta þeirra. Þar segir frá afkomendum Egils Skallagrímssonar og langvarandi deilum og átökum Borgfirðinga og Húnvetninga, sem náðu hámarki í bardaga á heiðinni Tvídægru, en af honum dregur sagan nafn. Hún hefur stundum verið kölluð Víga-Styrs saga og Heiðarvíga.“#
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Gull-Þóris saga
„Gull-Þóris saga (oft líka nefnd Þorskfirðinga saga) er ein af Íslendingasögum og segir hún frá Gull-Þóri Oddssyni, höfingja í Þorskafirði, og deilum hans við Hall nágranna sinn.
Í upphafi sögunnar segir frá því þegar Þórir kemur til Íslands með föður sínum, Oddi skrauta. Þeir settust að í Þorskafirði. Þórir fór síðar utan í hernað ásamt Hyrningi syni Halls á Hofstöðum og eignaðist mikið gull á Finnmörk, þegar hann vann á drekum sem þar voru í helli norður við Dumbshaf, en hann var hið mesta afarmenni. Þegar þeir komu aftur til Íslands vildi Hallur fá hlut af gullinu fyrir hönd sonar síns en Hyrningur var sáttur við sinn hlut. Af þessu urðu deilur miklar milli Halls og Þóris og vígaferli. Fór svo að Þórir felldi bæði Hall og Rauð, eldri son hans, en sættist við Hyrning, sem aldrei hafði tekið þátt í deilunum.
Kona Þóris var Ingibjörg dóttur Gils þess er nam Gilsfjörð og var sonur þeirra Guðmundur.“#
Fóstbræðra saga
Fóstbræðra saga „fjallar að mestum hluta um fóstbræðurna Þormóð Bersason (kallaður Kolbrúnarskáld) og Þorgeir Hávarsson. Þeir eru afar ólíkir að eðlisfari, en þeir ólust upp saman og eru hvorirtveggja heillaðir af vopnaburði. Þorgeir er vígamaðurinn en Þormóður er flóknari persóna, vígamaður, kvennamaður og skáld og maður sem á auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum.“#
Flóamanna saga
Klækir / Sigurjón Pálsson
Spennusaga sem teygir sig frá fjalllendi Afganistan alla leið heim til Íslands.
Af hverju ég er ekki kristinn / Bertrand Russell
Ást er þjófnaður / Eiríkur Örn Norðdahl
Ást er þjófnaður er safn stuttra ritgerða um höfundarétt og bókaþjófnað eftir Eirík Örn Norðdahl.
Í sjálfu sér er það ekki flóknara.