Andlegt sjálfstæði er fyndin og fræðandi bók með greinum eftir tvo merka trúargagnrýnendur sögunnar.
Greinasafn fyrir flokkinn: Rafbækur
Brynjólfur biskup Sveinsson / Torfhildur Hólm
Skáldsaga þessi eftir Torfhildi Þ . Hólm er löngu áður útgefin, og sú útgáfa uppseld nú og ófáanleg. Var því vel gjört að gefa hana út að nýju. Fyrir sögu þessa hlaut frú Torfhildur maklegt hrós, og varð sagan einkar kær íslenzkum almenningi þótt ávalt geti verið deildar meiningar um það, hvort ýmsum persónum sögunnar sé með öllu rétt lýst, svo sem hinum lærða og mikilláta biskupi, Brynjólfi, Daða Halldórssyni, Ólafi Gíslasyni o.fl., þá er það engum vafabundið, að sagan á skilið þá vinsæld, sem hún hefir hlotið hjá íslendingum,og að hún geymir minningu höfundarins um langan aldur, eftir að sumt annað er gleymt, er nú er samið og dýrara er kveðið. (Heimskringla, 31. des. 1913, 4. bls, 14. tbl, 28.árg.)
Heimskringla
Vopnfirðinga saga
„Vopnfirðinga saga (Vápnfirðinga saga í forníslensku) er Íslendingasaga. Þar segir frá miklum deilum mága og frænda í Vopnafirði á söguöld.
Í upphafi sögunnar er Brodd-Helgi Þorgilsson kynntur til sögunnar og sagt frá því að Þorsteinn afi hans, sem frá segir í Þorsteins sögu hvíta, ól hann upp eftir að Þorgils faðir hans var veginn. Móðir Helga var Áslaug (Ólöf) Þórisdóttir Graut-Atlasonar. Þorsteinn keypti land í Vopnafirði af Steinbirni Refssyni landnámsmanni og bjó á Hofi. Samkvæmt sögunni hlaut Helgi viðurnefni sitt af því að þegar hann var ungur að árum kom hann þar að sem naut heimilisins stangaðist á við aðkomunaut og veitti verr. Tók Helgi þá mannbrodd og batt á enni heimanautsins, sem veitti betur eftir það, en af þessum broddi fékk hann nafnið.
Vinur Helga var Geitir Lýtingsson frá Krossavík ytri. Bróðir hans hét Blængur og systir þeirra var Halla, sem varð kona Helga. Greinir sagan svo frá deilum sem upp komu milli þeirra Helga og Geitis og stigmögnuðust uns báðir lágu í valnum, en í sögulok sættast synir þeirra, Þorkell Geitisson og Víga-Bjarni Brodd-Helgason. Annar sonur Helga, Sörli, kemur við Ljósvetninga sögu og varð tengdasonur Guðmundar ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði.“#
Víglundar saga
„Víglundar saga er ein af Íslendingasögunum. Víglundar saga er skáldsaga, ein hin fyrsta í sinni grein hér á landi. Hún fjallar um ástir og raunir Víglundar og Ketilríðar. Hún gerist á 10. öld, en er að líkindum rituð á síðara hluta 14. aldar. Sagan er varðveitt í tveimur skinnhandritum frá 15. öld.“#
Víga-Glúms saga
Vatnsdæla saga
„Vatnsdæla saga er fornsaga sem telst til Íslendingasagna. Sagan er ættarsaga Vatnsdæla hefst í Noregi og segir frá Ingimundar gamla landnámi hans í Vatnsdal, þar sem hann gerist ættarhöfðingi dalsins. Sagan fylgir svo næstu afkomendum hans til um 900 fram til dauða Þorkels kröflu í upphafi 11. aldar.“#
Valla-Ljóts saga
Sagan segir frá áframhaldandi deilum í Svarfaðardal, ættingja þeirra eru deildu í Svarfdæla sögu.
Þorsteins saga hvíta
Stutt saga sem er einskonar inngangur að Vopnfirðinga sögu.