Ilíonskviða er annað tveggja frásagnarkvæða (epískra kvæða) sem eignuð hafa verið blinda kvæðamanninum Hómer. Hitt kvæðið er Ódysseifskviða en saman eru kvæðin kölluð Hómerskviður og eru elsti varðveitti skáldskapur Grikkja. Ilíonskviða gerist á síðasta ári Trójustríðsins en í því börðust Grikkir og Tróverjar. Ilíon er annað nafn yfir borgina Tróju við Hellusund. Hér er lausamálsþýðing Sveinbjörns Egilssonar, sem einnig þýddi Ódysseifskviðu.#
EPUB / Kindle / HTML (í þjappaðri skrá með myndum) / Hrá textaskrá