Ég var að prufa Rafbókavefinn í Android síma og þegar ég smellti á niðurhalshlekkina þá fékk ég bara ruglkóða – vafrinn reyndi einfaldlega að opna skjalið sjálfur.
Ég hafði áður sett inn rafbókalesforrit (app) sem heitir Aldiko og vandinn var að öllum líkindum tengdur því forriti. Ég fann meðmæli með forriti sem heitir FBReader og viti menn – allt fór að virka þegar ég setti það inn. Þegar ég smelli núna á hlekkinn fyrir niðurhal kemur upp valgluggi um hvort ég vilji opna rafbókina í FBReader eða vafranum sjálfum. Þá er rétt að velja FBReader. Forritið getur opnað bæði Kindle og Epub skjöl. Það er líka ókeypis.
Ef þið lendið í vanda með eitthvað á vefnum þá skulið þið ekki hika við að setja inn athugasemd eða spurningu og ég reyni að svara sem allra fyrst. Stefnan er að vefurinn virki í öllum tækjum. Ef þið eruð til dæmis með nettengdan Kindle til dæmis þá á hann að geta hlaðið inn skjölunum beint af vefnum.
Fyrir þá sem eru spenntir fyrir því að kaupa og selja rafbækur er rétt að benda á nýjan vef sem heitir
Ást er þjófnaður er safn stuttra ritgerða um höfundarétt og bókaþjófnað eftir Eirík Örn Norðdahl.
Andlegt sjálfstæði er fyndin og fræðandi bók með greinum eftir tvo merka trúargagnrýnendur sögunnar.
Skáldsaga þessi eftir Torfhildi Þ . Hólm er löngu áður útgefin, og sú útgáfa uppseld nú og ófáanleg. Var því vel gjört að gefa hana út að nýju. Fyrir sögu þessa hlaut frú Torfhildur maklegt hrós, og varð sagan einkar kær íslenzkum almenningi þótt ávalt geti verið deildar meiningar um það, hvort ýmsum persónum sögunnar sé með öllu rétt lýst, svo sem hinum lærða og mikilláta biskupi, Brynjólfi, Daða Halldórssyni, Ólafi Gíslasyni o.fl., þá er það engum vafabundið, að sagan á skilið þá vinsæld, sem hún hefir hlotið hjá íslendingum,og að hún geymir minningu höfundarins um langan aldur, eftir að sumt annað er gleymt, er nú er samið og dýrara er kveðið. (Heimskringla, 31. des. 1913, 4. bls, 14. tbl, 28.árg.)
„Í Heimskringlu er sögð saga Noregskonunga frá ómunatíð fram á miðja 12. öld.“
„Víglundar saga er ein af Íslendingasögunum. Víglundar saga er skáldsaga, ein hin fyrsta í sinni grein hér á landi. Hún fjallar um ástir og raunir Víglundar og Ketilríðar. Hún gerist á 10. öld, en er að líkindum rituð á síðara hluta 14. aldar. Sagan er varðveitt í tveimur skinnhandritum frá 15. öld.“
„Víga-Glúms saga er Íslendingasaga sem gerist á söguöld, að mestu í Eyjafirði. Aðalpersónan er Glúmur Eyjólfsson, vígamaður mikill sem kallaður var Víga-Glúmur. Már og Vigfús hétu synir Glúms. Eyjólfur var sonur Ingjalds Helgasonar magra.“