1
Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð; 2 það var í upphafi hjá Guði. 3 Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið. 4 Í því var líf, og lífið var ljós mannanna; 5 og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið meðtók það ekki. 6 Maður kom fram, sendur af Guði, hann hét Jóhannes. 7 Þessi maður kom til vitnisburðar, til þess að vitna um ljósið, til þess að allir skyldu trúa fyrir hann. 8 Ekki var hann ljósið, heldur átti hann að vitna um ljósið. 9 Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn. 10 Hann var í heiminum, og heimurinn var til fyrir hann, og heimurinn þekti hann ekki. 11 Hann kom til sinna eigin, og hans eigin meðtóku hann ekki. 12 En öllum þeim, sem meðtóku hann, gaf hann vald til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans, 13 sem ekki eru af blóði, né af holds vilja, né af manns vilja, heldur af Guði fæddir. 14 Og orðið varð hold og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föðurnum. 15 Jóhannes vitnar um hann og kallar, segjandi: Þessi var sá, sem eg sagði um: Hann, sem kemur á eftir mér, hefir verið á undan mér; því að hann var fyrri en eg. 16 Því að af gnægð hans höfum vér allir fengið, og það náð á náð ofan; 17 því að lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn varð fyrir Jesúm Krist. 18 Guð hefir enginn nokkurn tíma séð; sonurinn eingetni, sem er í skauti föðurins, hann hefir lýst honum. Halda áfram að lesa →