Fjórða saga herlæknisins: Maður hafnar hamingju sinni – Zacharius Topelius

Maður hafnar hamingju sinniHér er komin fjórða sagan af fimmtán af Sögum herlæknisins í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Fleiri eru í yfirlestri í dreifða prófarkalestri Rafbókavefsins. Ef þið viljið fleiri sögur þá getið þið hjálpað til við yfirlesturinn.

Sögur herlæknisins hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í rúma öld. „Þær eru hvorki meira né minna en tveggja alda saga Svía og Finna, eða landanna frá upphafi Gústafs Adólfs til Gústafs þriðja, framsett í skáldlegri búnings meðferð og með mikilli list og kunnáttu. Þær mynda samanofinn sagnabálk með einni og sömu umgjörð og eins og með einum og sama rauða þræði í miðri uppistöðu vefsins. Umgjörðina myndar hinn hugsaði gamli finnski fræðiþulur, herlæknirinn Bekk. Hann býr eins og húsmaður hjá góðu fólki í Ábæ, og segir því sögur (á finnskan hátt) í ljósaskiptunum, þegar öll veröldin er komin í kyrrð og „amma gamla“ og börnin ásamt fáeinum húsvinum er sezt að uppi á kvistlofti karls.“

EpubKindleHTML (með myndum í þjappaðri skrá)Hrein textaskrá

Ilíonskviða – Hómer

IlíonskviðaIlíonskviða er annað tveggja frásagnarkvæða (epískra kvæða) sem eignuð hafa verið blinda kvæðamanninum Hómer. Hitt kvæðið er Ódysseifskviða en saman eru kvæðin kölluð Hómerskviður og eru elsti varðveitti skáldskapur Grikkja. Ilíonskviða gerist á síðasta ári Trójustríðsins en í því börðust Grikkir og Tróverjar. Ilíon er annað nafn yfir borgina Tróju við Hellusund. Hér er lausamálsþýðing Sveinbjörns Egilssonar, sem einnig þýddi Ódysseifskviðu.#

EPUB / Kindle / HTML (í þjappaðri skrá með myndum) / Hrá textaskrá

Skytturnar II: Englandsförin – Alexandre Dumas

Skytturnar II: EnglandsförinHér er um að ræða aðra bókina af fjórum um Skytturnar. Sú fyrsta er þegar aðgengileg. Tvær eru enn í yfirlestri á dreifða prófarkalestursvefnum. Með þinni aðstoð verða þær fyrr tilbúnar.

Bókaflokkurinn skytturnar eftir Alexandre Dumas eru heimsþekktar. Þær segja frá unga sveitapiltinum d’Artagnan sem kemur til Parísar í von um að ganga í Skyttulið konungs. Pilturinn er full bráður en er fljótlega kominn í innsta hring baktjaldamakks frönsku hirðarinnar.

Kindle / Epub / Texti / HTML

Skytturnar I: Skyttulið konungs – Alexandre Dumas

Skytturnar I: Skyttulið konungs - Alexandre DumasHér er um að ræða fyrstu bókina af fjórum um Skytturnar. Hinar þrjár eru í yfirlestri á dreifða prófarkalestursvefnum. Með þinni aðstoð verða þær fyrr tilbúnar.

Bókaflokkurinn skytturnar eftir Alexandre Dumas eru heimsþekktar. Þær segja frá unga sveitapiltinum d’Artagnan sem kemur til Parísar í von um að ganga í Skyttulið konungs. Pilturinn er full bráður en er fljótlega kominn í innsta hring baktjaldamakks frönsku hirðarinnar.

Kindle / Epub / HTML / Texti

Tólf þrautir Heraklesar

Bókin Tólf þrautir Heraklesar kom fyrst út árið 1913 í þýðingu Þorsteins Erlingssonar. Í henni er rakin gríska goðsagan af Heraklesi (eða Herkúlesi ef við notum rómverska heitið). Bókin var ætluð börnum þegar hún kom út en þó er rétt að benda foreldrum á að lesa hana fyrst enda hafði fólk aðrar uppeldisfræðilegar hugmyndir á þeim tímum.

Epub / Kindle / HTML (ásamt myndum í zip skrá)Texti