Alþjóðlega barnabókadeginum er fagnað á afmælisdegi H.C. Andersen þann 2. apríl. Í ár mun Rafbókavefurinn (www.rafbokavefur.is) minnast dagsins með hjálp mennta- og menningarmálaráðherra klukkan 15:00 á aðalsafni Borgarbókasafnsins. Ráðherra mun birta bækurnar sem sjálfboðaliðar í dreifðum prófarkalestri Rafbókavefsins hafa lesið yfir.
Efni á Rafbókavefnum er öllum aðgengilegt án endurgjalds.
Dreifði prófarkalestur Rafbókavefsins er opið verkefni sem hver sem er getur tekið þátt í. Markmiðið er að gera aðgengilegar rafrænar útgáfur bóka sem eru komnar úr höfundaréttarvernd sem og bóka sem höfundar hafa veitt leyfi fyrir að verði rafvæddar.
Þó við leggjum í tilefni dagsins áherslu á Ævintýri og sögur H.C. Andersen er rétt að benda á að fleiri rafbækur sem sjálfboðaliðar okkar hafa lesið yfir verða birtar þennan dag:
Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Jules Verne
Fanginn í Zenda eftir Anthony Hope – þýdd af Ólafi Björnssyni
Lítil saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi árið 1627 eftir Ólaf Egilsson
Námur Salómons konungs eftir H. Rider Haggard – þýdd af Einari Kvaran
Sagan af Natan Ketilssyni eftir Gísla Konráðsson
Þetta er fyrsti áfanginn í dreifðum prófarkalestri Rafbókavefsins sem er rétt að komast af stað. Meðal efnis sem sjálfboðaliðar okkar eru að lesa yfir eru Hómerskviður og Þjóðsögur Jóns Árnasonar.

 Fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna, sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt í Reykjavík 30. des. 1887
Fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna, sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt í Reykjavík 30. des. 1887 Samansafn af 57 Íslendingaþáttum sem fengnir voru frá Netútgáfunni.
Samansafn af 57 Íslendingaþáttum sem fengnir voru frá Netútgáfunni. „Jón Trausti gerði áhrifamikla skáldsögu, sem heitir Söngva-Borga. Þar er byggt á sannsögulegum atburðum úr lífi þessarar Söngva-Borgu sem var dóttir Jón Sigmundssonar […] og eitt átaklegasta dæmi íslandssögunnar um fórnardýr helvítiskenningarinnar gömlu.“ (Gunnar Benediktsson, Verkamaðurinn, 14. tbl., 45. árg)
„Jón Trausti gerði áhrifamikla skáldsögu, sem heitir Söngva-Borga. Þar er byggt á sannsögulegum atburðum úr lífi þessarar Söngva-Borgu sem var dóttir Jón Sigmundssonar […] og eitt átaklegasta dæmi íslandssögunnar um fórnardýr helvítiskenningarinnar gömlu.“ (Gunnar Benediktsson, Verkamaðurinn, 14. tbl., 45. árg) „Veislan á Grund byggir á þeim atburðum sem urðu á bænum Grund í Eyjafirði 1362 þar sem Norðlendingar drápu óvinsælan hirðstjóra, Smið Andrésson, og lögmanninn Jón skráveifu, í Grundarbardaga.“
„Veislan á Grund byggir á þeim atburðum sem urðu á bænum Grund í Eyjafirði 1362 þar sem Norðlendingar drápu óvinsælan hirðstjóra, Smið Andrésson, og lögmanninn Jón skráveifu, í Grundarbardaga.“ Hækkandi stjarna fjallar um þau feðgin Björn bónda Einarsson Jórsalafara og dóttur hans Vatnsfjarðar-Kristínu (Jón Jónsson – Skírnir, 1916).
Hækkandi stjarna fjallar um þau feðgin Björn bónda Einarsson Jórsalafara og dóttur hans Vatnsfjarðar-Kristínu (Jón Jónsson – Skírnir, 1916). Smásaga eftir Mark Twain um ungan bandarískan mann sem stendur óvænt uppi peningalaus á götum Lundúnaborgar.
Smásaga eftir Mark Twain um ungan bandarískan mann sem stendur óvænt uppi peningalaus á götum Lundúnaborgar.