Neil Gaiman um bókasöfn, lestur og dagdrauma

Það er mikilvægt fyrir fólk að segja frá því hvaða málstað það styður, hvers vegna og hvort það gæti mögulega verið hlutdrægt. Einskonar yfirlýsingu um hagsmunatengsl. Þannig að ég ætla að ræða við ykkur um lestur. Ég ætla að segja ykkur að bókasöfn séu mikilvæg. Ég ætla að gefa í skyn að það að lesa skáldskap, ánægjulestur, sé eitt það mikilvægasta sem maður getur gert. Ég ætla að biðla til fólks á tilfinningaþrunginn hátt um að skilja – og taka þátt í að verja – bókasöfn og bókaverði.

Halda áfram að lesa

Ólafur Briem – efni með leyfi höfundarétthafa

Heiðinn siður á ÍslandiFrá því að prófarkalestursverkefni Rafbókavefsins hófst hefur það verið markmið okkar að bjóða upp á yfirlestur á bókum sem eru enn í höfundarétti með leyfi að dreifa textanum frjálst á netinu.

Í kvöld hefst yfirlestur á fyrsta textanum af þessu tagi en það er bókin Heiðinn siður á Íslandi eftir Ólaf Briem (endurskoðuð útgáfa 1985). Það er dætur Jóhanns Briem listmálara, sem var bróðir Ólafs, þær Katrín, Ólöf og Brynhildur sem veita leyfi fyrir verkinu. Í kjölfarið mun einnig fara í yfirlestur bókin Norræn goðafræði eftir Ólaf.

Þó efni bókanna sé tengt þá eru þær um margt ólíkar. Sú fyrrnefnda er fræðilegri í umfjöllun sinni en sú síðarnefnda er inngangsrit sem hefur verið mikið notað í kennslu í framhaldsskólum landsins frá því hún kom fyrst út árið 1940 (síðasta útgáfa var 1990).

Bækurnar hafa ekki verið endurútgefnar frá því að Ólafur lést og því má búast við að marga hlakki til að komast í þær og við hvetjum það fólk að skrá sig á Prófarkalestursvefinn.

Þetta er fyrsta höfundavarðabókin sem við lesum yfir en vonandi ekki sú síðasta. Þeir sem eiga réttinn á bókum, hvort sem það sé sínum eigin eða ættingja sinna, og vilja koma þeim í yfirlestur er hvatir til að hafa samband. Við getum að sjálfsögðu engu ráðið um hraða yfirlesturs enda fer það eftir virkni og áhuga sjálfboðaliða okkar.

Umhverfis jörðina á 80 dögum / Jules Verne

Umhverfis jörðina á 80 dögumUmhverfis jörðina á 80 dögum segir sögu Englendingsins Phileas Fogg sem veðjar á að hann geti ferðast í kringum hnöttinn á 80 dögum. Á ferðalaginu notar Fogg nær öll þau farartæki sem honum stóð til boða árið 1872. Bókin hefur fyrir löngu skapað sér sess í bókmenntasögunni og er talin meðal bestu bóka sem skrifaðar hafa verið.

Kindle / Epub / HTML + myndir (zip) / Texti

Lítil saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi árið 1627 (Reisubók Ólafs Egilsonar)

Lítil Saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi árið 1627.Séra Ólafur Egilsson var meðal þeirra Vestmannaeyinga sem rænt var í Tyrkjaráninu. Hér lýstir hann ævintýralegri sögu sinni sem bar hann frá Vestmannaeyjum til Algeirsborgar, þaðan til Danmerkur með viðkomu í ýmsum Evrópulöndum og síðan aftur heim á ný. Á köflum er sagan átakanleg en einnig er hún forvitnilegt sjónarhorn Íslendings á veröld sem kom mjög svo ókunnuglega fyrir sjónum.

Kindle / Epub / HTML / Texti

Námur Salómons konungs / H. Rider Haggard

Námur Salómons konungsNámur Salómons konungs er fyrsta bókin um ævintýramanninn Allan Qutermain en hann er talinn helsta fyrirmyndin að persónu Indiana Jones. Sagan fjallar um leit Quatermain og félaga hans að hinum goðsagnakenndu námum Salómons konungs í Afríku í nítjándu aldar.

Kindle / EpubHTML / Texti

Rétt er að nefna að þó bókin hafi á sínum tíma talist mjög frjálslynd í viðhorfum til svartra manna þá eru viðhorfin gamaldags á okkar mælikvarða.